Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að h Áhugaverð frétt frá www.Taekwondo.is. Ég man eftir því að það var talað um að á norðurlandamótinu hafi ekki nema helmingur Danska landsliðsins mætt til leiks, en þá var vandamál með þennan þjálfara Dana.
Þeir sem fóru á mótið geta kanski sagt meira um málið hérna?

—————-

Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að hætta.

Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur, Muhammed Dahmani og Shirwan Hasan, íhuga að hætta nú á næstu vikum. Báðir tveir hafa verið dæmdir 12 mánaða keppnisbann fyrir munnlegar yfirlýsingar um skoðanir sínar á t.d. þjálfaramálum Danmerkur.

Meðal annars hafa þeir gagnrýnt núverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, Bjarne Johansen, sem hefur að sögn þeirra og fleiri sterkra taekwondomanna í Danmörku, ekki staðið undir þeim kröfum og væntingum, sem ætlast má til af landsliðsþjálfara.

Um helgina fer fram aðalfundur í danska taekwondosambandinu. Á fundinum mun ákveðinn hópur hafa í hyggju að velta formanninum, Karin Schwarz, úr stóli sínum. Ef það tekst, munu keppnisbönnin verða felld úr gildi. Ef það aftur á móti ekki tekst, standa félagarnir tveir fast á ákvörðun sinni.

“Ef keppnisbannið gildir áfram, er ég tilneyddur til að stoppa. Markmiðið um þátttöku á OL í Aþenu 2004 verður nefnilega óraunhæft,” sagði Dahmani í viðtali við TV 2 SPORTEN.

Shirwan Hasan segir, að útilokun frá keppni í 12 mánuði sé vonlaust fyrir íþróttamenn á alþjóðlegri gráðu.

Sten Knuth, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana, mun taka við formannssætinu ef allt fer eftir vonum. Í Lige På og Sport sagði hann að sitt fyrsta verk yrði að fella keppnisbönnin úr gildi.

Muhammed Dahmani og Shirwan Hasan eru í eins árs keppnisbanni, Christina Børglum í 9 mánuði, Rasmus Jespersen í 6 mánuði, og Cüneyt Hamid í 4 mánuði.

Frétt tekin frá TV2 og DTaF

Þýðing: Sigurveig Ástgeirsdótti