Loksins, loksins!!! Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. Þetta er frábær árangur, og vil ég þakka öllum sem stóðu í að ná þessum frábæra árangri.

—————————

Taekwondo í ÍSÍ

Á þingi ÍSÍ í dag, 28. apríl 2002 kl. 12 að hádegi, var tillaga um stofnun Taekwondosambands Íslands, skammstafað TKÍ, samþykkt samhljóða.

Þetta eru stór tíðindi fyrir iðkendur taekwondo á Íslandi. Með þessu er taekwondo fullgildur aðili innan Íþróttasambands Íslands, og langri baráttu fyrir aðgöngu er lokið. Aukinn áhugi á íþróttinni undanfarin misseri hefur verið stór þáttur í hversu vel hefur gengið að efla íþróttina hérlendis, og fært taekwondohreyfinguna smátt og smátt nálægt markmiðinu, nefnilega að verða sérsamband innan banda ÍSÍ. Vonir standa um að þetta verði til að taekwondoíþróttin eflist enn frekar hér á landi, og að möguleikar til þátttöku Íslendinga í keppnum erlendis muni styrkjast.

Formlegur stofnfundur hins nýja sambands verður haldinn á næstu dögum.

Snorri Hjaltason formaður taekwondonefndarinnar, sem sat fund ÍSÍ, vill þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að þetta yrði að veruleika. Hann bað fyrir kveðjum til allra, og sagði að aðeins samheldni taekwondofélaganna fyrir íþróttina gæti hrundið svonalöguðu í framkvæmd.


Taekwondosamband Íslands