Saga Capoeira Ég tók mig saman og þýddi smá upplýsingar um Capoeira og ákvað að henni hérna inn.

<b>Saga Capoeira í grófum dráttum.</b>

Á fimmtánda og sextánda áratugnum, voru margir Afríkubúar teknir frá sínum föðurlöndum og fluttir með skipum aðallega til Ameríku, sem þá var nýfundin af Evrópubúum. Í nýlendunum voru þeir hafðir til fanga sem þrælar. Það var farið illa með marga, þeir brennumerktir, og geymdir á stöðum þar sem munaður og pláss var nánast ekkert. Eftir langa og harða vinnudaga fóru þrælarnir til sinna kofa, þar sem þeir fengu lélegt og lítið fæði, sem leiddi til veikleikja og veikinda.

Þegar Hollendingar komu með sína innrás 1624-1630, olli hún tímabundinni ringulreið á bóndabæjum og búgörðum víðast hvar í Brasilíu. Þetta var til þess að tækifæri var fyrir suma þræla að flýja. Þar sem skólendi er mikið í Brasilíu, gerði þetta þrælunum kleift að fela sig. Inni í skógunum mynduðust svo samfélög sem síðar voru þekkt sem Quilombos. Þau voru skipulögð og stjórnað á svipaðan hátt og mörg samfélög í Afríku voru. Foringi yfir Quilombos var kóngur sem kallaður var “Gunga-Zumba”, seinna stytt sem “Zumbi”. Þessi kóngur verður síðar meir frægur fyrir sjálfsvarnartækni sína og marga sigra á Portúgölum.

Þegar sigur hlaust á Hollendingum í Brasilíu, sendu þrælaeigendurnir vopnaða herflokka til að ná í þrælana aftur sem sluppu, og eyða Quilombos. Fyrrum þrælarnir vissu það að án vopna og annarra hergagna þyrftu þeir að verja sig með höndum og fótum. Þeir bjuggu því til sjálfsvarnarstíl sem nota þurfti á móti vopnum og skotvopnum. Þessi stíll var kallaður “Capoeira de Angola”, capoeria var nafn á einskonar strákofum þar sem flóttafólkið faldi sig í, og því var haldið fram að fyrsti hópurinn af þrælunum sem kom til Brasilíu hafi verið frá Angola.

Frá árinu 1890 var Capoeira bannað í Brasilíu eða þar til ársins 1928, um svipað leyti og Master Bimba (Manoel dos Reis Machado) stofnaði “Luta Regional Baiana”. Þetta var einskonar samruni á Capoeira Angola og Batuque (götu Capoeira), sem seinna var kallað þjóðarcapoeira. Á þessum tíma varð Capoeira meira en bara sjálfsvarnar- og bardagatækni, og varð vel þekkt í Brasilíu eins og hún er í dag, blanda af dans, íþrótt, leik og listrænni tjáningu á frelsi.

Heimildir:
http://www.capoeirista.com

My nd:
http://gbgm-umc.org/nwo/99nd/interview.html