Mjög einfalt. Ef þú vilt ekki síma með leikjum í, þá kaupir þú bara ekki síma með leikjum í :) Ef einhver annar vill leiki, myndavél og allan fjandann, þá fær hann sér það. Ef fólk er vant að bera á sér myndavél, leikjatölvu og síma hvort sem er, þá er náttúrulega miklu sniðugra að hafa það í einu tæki. Það ætti ekkert að þurfa að pirra þig þó einhverjir aðrir eyði stórfé í síma með einhverju aukadóti á.