Daginn,

Fyrir um 2 árum sáu þeir félagar Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra (og núverandi Dóms- og kirkjumálaráðherra) (www.bjorn.is) og listamaðurinn og tónskáldið Magnús Kjartansson til þess að STEF (www.stef.is) fengi ákveðna prósentu til sín af hverjum seldum tómum geisladiski.

Ástæðan var að þeirra mati sú að netverjar hefðu lítið annað með tíma sinn og peninga (bandvíddin erlendis frá er jú ekki ókeypis) að gera annað en að hlaða niður tónlist og brenna á geisladiska og dreyfa um víðan völl.

Til að bæta upp áætlaðan tekju missi STEFS og íslenskra listamanna ákváðu þeir félagar, eins og áður sagði, að STEF yrði þetta bætt upp með skattlagningu, enda var nafni minn Kjartasson í einu stóru panic kasti og sá sér þarna góðan leik á borði. Ein aðal ástæða þessarar skattlagningu var að sala á hinni misgóðu íslensku tónlist mundi bíða svo mikils áfalls með þessari nýju tækni sem brennsla á tónlist er, að íslenskir listamenn þyrfti að fá sér vinnu í saltfiski eða þaðan af verri vinnu til að hafa í sig og á.

Nú 2 árum seinna og nokkrum milljónum feitari bankabók hjá STEF má lesa eftirfarandi á vef Morgunblaðsins “Metár í íslenskri hljómplötusölu”
http://www.mbl.is/mm/frettir/pre nta/prenta.html?nid=1064037 byrt þann merka dag 24 desembersmánaðar 2004.

Ég geri nú ráð fyrir eins og sennilega flestir að þessi skattlagning verði afnumin þar sem að það er greynilegt að íslensk tónlist blómstar nú sem aldrei fyrr…eða hvað?
- Moose ltd. -