“Ég las í sálfræði að tvíkynhneigð sé ekki til, heldur er fólk að fara fínt í það að læðast út úr skápnum.” Ég sé ekki hvernig er hægt að sanna það. Kynhneigð gæti verið eins og ljósarofi, annað hvort er slökkt eða kveikt. Annað hvort þetta kynið eða hitt. Kynhneigð gæti líka verið eins og dimmer. Kveikt, slökkt eða eitthvað þar á milli. Þó sumir sem segjast vera tvíkynhneigðir séu að nota það til að koma út úr skápnum, þá er samt fullt af fólki sem heldur áfram að vera tvíkynhneigt.