fantasia: “Fólk fæðist ekki inn í þjóðkrikjuna.” Jú, eiginlega. Þegar barn fæðist, þá er það skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrir. Ef hún er í Þjóðkirkjunni, þá er barnið skráð þangað. Mamman er kannski ekki trúuð, bara aldrei nennt að segja sig úr þessu, lætur ekki skíra barnið, það er aldrei fermt en það heldur samt áfram að vera í Þjóðkirkjunni þar til annað hvort mamman breytir því eða barnið verður 16 og breytir því sjálft.