sælir hugarar. mig langar að deila með ykkur áhyggjum minum. ákvarðanir í sambandi við börnin okkar eru ekki allar jafn auðveldar.ég stend fyrir framan eina mjög erfiða nuna. hvort ég eigi að leyfa pabba sonar mins að taka við honum. ég tími því ekki og vill helst hafa hann sjálf. pabbi hans vill fá hann, skiljanlega og strákurinn synir öll merki um að vilja vera hjá pabba sinum.ég er ekki að tala um að sjá hann aldrei aftur heldur hjá hvoru hann eigi að bua að staðaldri. ég by heima hjá foreldrum minum þar sem samkomulagið er ekki beint það besta meðan pabbi hans byr með kærustunni sinni í leiguibuð þar sem barnið er með sérleikherbergi og alles.´´eg hef aldrei verið nein sérstök mamma. ég sinni honum að sjálfsögðu og myndi aldrei geta verið vond við hann en ég hef i rauninni aldrei verið tilbuin i þetta hlutverk og því er ég alltaf hrædd við að mistakast. en hvað ef það er betra fyrir hann að vera hjá pabba sinum? get e´g raunverulega tekið mark á þetta ungu barni? mig langar að hafa hann en mér finnst ég eigingjörn þegar hann vill fara til pabba sins og þau vilja fá hann. þetta er að gera mig vitlausa að vita ekki hvað best er að gera fyrir strákinn. er einhver sem hefur verið i svipaðri aðstöðu sem getur ráðlagt mér?

kv.tabriz