Eins og flestir sem hafa eitthvað fylgst með hér á Tísku & útliti hafa tekið eftir er iðulega verið að tala um blessuð „Hagkaupsfötin“ vs. hinum dýrari eðaltískufatnaði.

Oft er líka talað um að það komi meira að segja fyrir að fólk hefur verið lagt í einelti í skóla út af því að það klæðir sig ekki nógu flott (að mati einhverra ráðandi einstaklinga).

Þá kemur stundum upp þessi hugmynd um skólabúninga. Einhvern tímann las ég grein í því merka blaði Seventeen, þar sem var farið til Kína og tekin viðtöl við einhverja menntaskólakrakka þar. Þar er skólabúningaskylda í grunnskóla og svo þegar þau losna undan því þá flippa allir út í merkjavöru, Vivianne Westwood og álíka töffaraskap, mjög skemmtilegt.

En ef þið pælið aðeins í því, hvernig þætti ykkur að þurfa að ganga í skólabúningum í grunnskóla?
Endilega tjáið ykkur um málið.