Reimt í húsinu hans pabba? Ég vill byrja á því að taka fram að mér er allveg sama þótt að þið trúið þessu ekki… ég veit að þetta er satt og ég vil líka afsaka allar stafsetningarvillur í þessari grein.

Þegar ég var lítill þá bjó ég úti á landi. Mamma og pabbi skildu og mamma, ég og systur mínar fluttum til Reykjavíkur. Ég fór alltaf reglulega til pabba en nú kem ég aðalega til hans á hátíðum (t.d. páskar og jól) þegar að pabbi og mamma skildu þá kynntist pabbi annari konu sem býr í öðrum bæ úti á landi. Eitt leiddi af öðru og þau giftu sig og keyptu hús í bænum sem að pabbi bjó í. Ég man þegar að stjúpa var að flytja dótið sitt í nýja húsið leigðu þau flutninga bíl. Maðurinn sem að keyrði bílinn var skyggn, ég man t.d. að hann talaði um að hann sæi alltaf konu sem að sagðist vera amma hans pabba (langamma mín) og að hún hafi sungið fyrir hann alla leiðina á milli bæjanna. Þegar að við komum heim í nýja húsið fór maðurinn strax að tala um að það væri góður andi í húsinu. Ég vaknaði stundum á næturnar og sá þá ljóshærða unga konu í íslenska þjóðbúningnum stundum stara á mig. Ég man hvað ég var alltaf hræddur fyrstu árin en svo vandist þetta. Pabbi vaknaði líka stundum við martraðir og þá sá hann þessa sömu konu sitja á rúmminu hans. Hann þekkti hana strax, hann sagði að þetta hafi verið amma sín. Nokkrum árum eftir að hann keypti húsið bauðst honum að kaupa 2. hæða hátt timburhús og hann keypti það. Nú er hann búinn að eiga heima í þessu húsi í u.þ.b. 2 ár. Eins og ég tók fram áðan þá er þetta timburhús og maður heirir drunur ef að fólk er labbandi í hinum enda húsins jafnvel ef að fólk er á 1stu hæð og þú á 2arri hæð þá heyrir maður læti. Ég ligg inní herberginu mínu (húsinu hans pabba) með fartölvu í fanginu og skrifa þessa grein klukkan 03:17 að nóttu til. Undanfarnar nætur hef ég heyrt fólk vera að labba up og niður stigann hér í húsinu og hef alltaf haldið að þetta væri bara einhver að stelast niður í eldhús að fá sér eitthvað að éta eða eitthvað álíka. Í gærkvöldi þegar að ég heyrði þrusk niðri fór ég fram á gang að gá hvað væri að ske og þá heyrði ég einhvern vera að labba upp stigan og ég sá samt ekki neitt. Ég stóð þarna á brókinni ískalt og ég var skíthræddur en ég sá ekki neinn vera að labba upp stigann, heyrði bara hljóðið. Þegar að hljóðið var farið að færast nær gat ég ekki hreyft mig af hræðslu ég var bara allveg stjarfur glápandi niður stigann á ekki neitt og ég heyrði hljóðið bara fara framhjá mér, eða í gegnum mig eða er eiginlega ekki viss, þá risu nánast öll hár á líkamanum. Ég heyrði hljóðið bara færast fjær en þorði ekki að snúa mér við, ég var ennþá lamaður af ótta. Þegar að ég hef verið búinn að standa þarna í u.þ.b. 10min læddist ég inní herbergi grúfði mig undir sæng og hreyfði mig ekki heilleingi, ég hef örugglega ekki sofnað fyrr en um morguninn eftir þegar að bróðir minn þurfti að fara að vinna eldsnemma og ég var viss um að þetta var ekki þetta sama og um nóttina.

Nú ligg ég hérna og skrifa. Ég heyri þrusk í bland við hrotur stjúpmömmu minnar í herberginu við hliðiná mínu. Það tekur enginn eftir þessu þruski nema ég. Pabbi og stjúpa heyra sjálfsagt ekkert vegan þess hversu hátt stjúpa hrýtur. Stjúpsystkinin mín sof alltaf með útvarp í gangi svo að þau heyra ekki neitt. Er þetta bara ég? Er ég bara orðin geðveikur? Fylgir draugur öllum húsum pabba? Er þetta kannski draugur?

Ég las einhver staðar í gömlum greinum hérna að maður ætti ekki að fara með faðirvorið rétt áður en maður færi að sofa vegna þess að það drægi að sér fleiri drauga… er eitthvað satt í því? Allavega ætla ég ekki að gera neitt í þessu nema bara reyna að sætta mig við þetta í kvöld fyrst að ég veit ekkert um hvort að það eigi að biðja bænir rétt fyrir svefn…

Ég vona bara að þessi grein verði birt því að ég gæti vel þegið að fá smá ráðgjöf um allt sem tengist þessu ekkert skítkast samt.