Þann 16. október 2003 lagði Jóhanna Sigurðardóttir fram lagafrumvarp um breytingu á áfengislögum. Lagði hún þar til að það yrði sett í lög að við 18 ára aldur mætti kaupa áfengi - allavega léttvín og bjór.

Nú hefði ég gaman af að vita hvort þetta lagafrumvarp hefði verið samþykkt því hvergi er skrifað hvort það hafi verið samþykkt eða hvort það hafi farið fram atkvæðagreiðsla um þetta mál.
Ég þekki nú ekki til þingstarfa en flest mál (ekki fyrirspurnir) sem ég hef skoðað hafa gengið í gegnum atkvæðagreiðslur.

Langar mig til að benda þeim sem hafa áhuga á að lesa þetta frumvarp á heimasíðu Alþingis en slóðin er þessi:
http://www.althingi.is/altext/130/s/0165.html

kveð ja,
snikkin