Hvaða kröfur getur maður gert á eitthvað sem er ókeypis? Ég man þegar Skjár einn byrjaði og var bara að sjónvarpa Dallas og einhverju. Fáránlegt efni en maður getur ekki beint kvartað. Ég horfi oft á þætti á Skjá einum eins og Law&Order, City of Angels, Practice, SVU, 48 hrs. ofl. en ég hélt að endursýningarnar væru aðallega á daginn þegar er dauður tími hvort sem er. Eru ekki annars allar sjónvarpsstöðvar með endursýningar á þeim tíma? Ég er með fjölvarpið og útlendu stöðvarnar gera þetta...