Þjónustustúlkan vinnur á alveg fáránlegan hátt. Í staðinn fyrir að t.d. tæma ruslafötuna fyrst og tína svo ruslið upp af gólfinu í hana þá fer hún kannski margar ferðir út í ruslatunnu með eitt og eitt stykki og tæmir svo fötuna síðast. Hún á það líka til að hlaupa úr einu í annað, hlaupa inn í svefnherbergi, búa um eitt rúm, vaska svo upp einn disk, fara út með smá rusl, búa um annað rúm o.s.frv. Endar með að kosta mann miklu meira.