Þegar sjónvarpsstöðin SkjárEinn hélt símasöfnun fyrir nokkru reyndu forsvarsmenn stöðvarinnar allt hvað þeir gátu til að kæfa orðróm um að stöðin væri að fara á hausinn og sögðu að þetta væri bara til að endurnýja hlutafé þangað til nýir fjárfestar kæmu. Nýju fjárfestarnir komu loksins en ég er ekki alltof sannfærður um góða peningastöðu fyrirtækisins (ekki það að ég sé sá eini). Í haust var tilkynnt “glæsileg” vetrardagkrá stöðvarinnar og var fleiru flaggað en raunverulegum fánum. Íslenskir dagskrárliðir komu nú allir til hafnar og er Johnny InterNational á leiðinni að lokum. En sömu sögu er ekki að segja um erlendu dagskrána en til allrar hamingju fyrir SkjáEinn eru allir búnir að gleyma því, meiraðsegja þeir sem kvörtuðu sáran undan því að Conan O´Brien hefði verið tekinn af dagskrá þögnuðu þegar þeir boðuðu komu hans aftur á skjáinn, og tóku hann AFTUR TILBAKA. Og þetta á við um fleiri þætti, Will & Grace og Two Guys and a Girl ásamt glænýjum þáttum eins og Grounded for Life og Queer as Folk. Einu þættirnir framleiddir í vetur sem hafa komist til landsins eru Jay Leno og Survivor. Og hvernig stendur á því að það virðist vera mesta mál að flytja inn seríur af þáttum eins og Everybody Loves Raymond og The Practice sem er nóg til af og Íslendingar hafa ekki séð.
Ekki reyna að kenna hryðjuverkaárásunum um þetta, SkjárEinn, þú laugst! Sættið ykkur við það, dagkráin á SkjáEinum hefur verið ömurleg undanfarið, endursýndir þættir sem eru löngu hættir í framleiðslu (Oh Grow up, Stark Raving Mad)eða það sem verra er, þeir sem eru ennþá í fullu fjöri (Two Guys and a Girl, Titus). Já það eru ekki gerðar miklar kröfur til Skjásins!