Í Sims er hægt að velja hvort þú vilt hafa krakka í þinni fjölskyldu og þú getur líka ættleitt eða jafnvel búið til börn. En bara svona að láta ykkur vita að það er hundleiðinlegt að hafa krakka í fjölskyldunni. Það er bara tilgangslaust. Hann stækkar aðeins frá vöggu og upp að svona 10 ára snáða/snúllu og er bara til vandræða. Það eina góða við börnin er að ef maður lætur þau læra nógu mikið þá fær maður stundum $100 frá afa fyrir að vera svo dugleg/ur í skólanum. Svo geta þau bara étið “snack” úr ísskápnum eða pantað pizzu.
Eina ástæðan fyrir því að ég byrja með krakka eða bý til börn á heimilinu mínu er sú að þá get ég drepið fleiri Simsa og sett legsteinana í bakgarðinn. Ef þið hafið lesið eitthvað af greinunum á þessu áhugamáli þá getið þið lesið um að ég er morðóður í Sims.
Ef að krakkinn fær lélegar einkunnir í skólanum þá verða þau rakleiðis látin fara í herskóla. Þannig að það borgar sig að vera með góðar einkunnir. Ég mæli ekki með barni en hver hefur sínar skoðanir.