Jæja félagar nú er þetta allt að komast á skrið.
Mig langar að segja ykkur hvernig ég held að þetta fari eftir þennan mikilvæga þátt.

ég ætla að raða fólkinu eftir þeirri röð sem ég held að sé sigurstranglegastur núna.

1. Ethan, hann er næstum eins og Colby og ég held að hann sé mest safe núna gegn kosningu, hann er ekkert að hanga í spotlightinu nema á mikilvægum tímapunktum eins og immunitykeppnum, þannig að hann fer ekki í taugarnar á neinum, svo er hann með mjög heillandi útlit sem hefur ekki bara áhrif á stelpur.

2. Theresa, hún er alveg að rúla núna, það voru allir svo hissa á henni að vinna keppnina, hún er hetja að mínu mati og ég held með henni núna. Hún minnir mjög á Tínu en hún er samt miklu yndislegri og fellur beint inní nýja hópinn. Lagið sem hún tók úr Annie var snilld hjá henni.

3. Tom, hann er mjög sérstakur persónuleiki og ég held að fólk sé ekkert að fara að þora að kjósa hann burt, hann hefur haldið sig á mottunni allan tíman og er með sitt á hreinu. Hann er alveg yndislegur þegar hann er að leika dýr, þokkalega ruglaður :) Eina sem hægt væri að nota gegn honum eru átkvæðin sem hann hefur fengið áður (og hann varð ekkert brjálaður að fá atkvæði eins og allir aðrir)

4. Sætanördapían(man ekki nafnið!!!) Hún er búin að standa sig vel í samskiptum við annað fólk, þar að auki brosir hún mikið og er sjarmerandi, kveikiþráður hennar er þó að styttast gegn Lex og Frank, held samt að hún geti haldið sakleysis andlitinu.

5. Lex, fyrir síðasta þátt hefði hann verið miklu framar, í öðru sæti, hann féll í áliti hjá mér þegar hann var að skipta sér að öllum og skipa þeim að kjósa Clarence. Burt með hann fyrir mér en hann er sigurstranglegri en þeir sem koma hér á eftir. Ömurlegt líka að segja Clarence það, fékk atkvæði útá það og klikkaðist (var sýnt úr næsta þætti)

6. Kim (gamla) hún er góður vinur fólksins hér fyrir ofan og mjög góð og yndisleg, hún er ekki sterk líkamlega og var heppin að komast að samrunanum, henni verður örugglega haldið vegna þess að hún er ekki sterk og vinnur því ekki keppnir. Er næstum á undan Lex en þó ekki.

7. Frank, hann er alveg að drulla á sig, missti allt álit á honum í þessum þætti, anti social git, hann var bara að gera sér þetta upp, hann hefði alveg getað verið með hinum að vild en hann er mögulega búinn að skemma þetta allt fyrir sér með svona hegðun, held hann gæti farið næst. Hef hann svona ofarlega en ekki neðst afþví að hann hefur sannað sig áður.

8. Kim (unga) núna er hún ekki í góðri stöðu, held þó að hún gæti notað sjarmann sinn til að komast áfram eins og Elisabeth. Hún er ekki í góðum málum núna en gæti hafið sig upp. Vona það, hún er svo sæt.

9. Brandon, ég held að hann sé ekki í góðum málum, Tom þolir hann ekki og vill kjósa hann burt, þar er hann í vondum málum, annars er hann alveg yndislegur og ég vona að hann vinni sig upp. Gæti þó mögulega farið næst. Því miður.

Ég held alls ekki að fólkið verði kosið eftir þessari röð, allavegana vona ég ekki, held þó að annaðhvort að Frank eða Brandon fari. Held að flestum sé sama þótt Frank fari, það er meira skemmtanagildi í Brandon. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer, kemur alltaf rosamikið á óvart. Snilldar þáttur.
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.