Er uppeldið ekki bara málið? Jæja gott fólk.

Núna undanfarið er mikið búið að tala um unglinga og þá hluti sem þeir gera.
Alltaf eru það nokkrir slæmir sem gera,jahh…slæma hluti.
ALveg eins og það eru alltaf til nokkrir slæmir fullorðnir sem eru að fremja glæpi.

Og þegar menn eru að ræða um svona hluti eru þeir ýmist á móti eða með unglingunum, eins og gegnur og gerist. Sjaldan eru menn hlutlausir, en það er nú allt saman gott.

Sjaldan eru menn að tala um ienhverjar langtíma lausnir þegar þeri rífast…Þap eru yfirleitt einhverjar hugmyndir eins og “lemjum þá á móti”, eða nú “látum þá vinna einhverja þjónustu”
Þetta á allt að sýna þesum stúlkum og pilltum hvað þau eru að gera slæma hluti.
Og stundum virkar þetta meirað segja! Sumir sjá að sér og hugsa sig næst um áður en þeir fremja ódæði. En…ekki nógu oft og ekki nógu mikið.

Ég er einn af þessum skrítnu sem halda að allt megi rekja til foreldra. Já, ekki öskra alveg strax. Nýttu þér augun þín og lestu rökin áður en hnefin svarar fyrir þig :)

Nú geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta eru sterk orð. Það er erfitt fyrir foreldri að fylgjast með öllu sem krakkinn kann að að gera. Og einnig er erfitt fyrir foreldri að lesa hugsanir.
Og einfaldlega má segja að ekki er allt fólk í stakk búið ril að eignast börn…Ekki öskra.Þetta seinast er mín skoðun,sem dæmi tel ég mig ekki tilbúinn til að eignast krakka.

Nei, í alvöru talað finnst mér að fólk ætti að taka uppeldið meira til sín. Þegar börn eru ung eru þau sjaldnast að hugsa um gerðir sínar, nema þá “mun þetta komast upp”. Og þetta breytist oft ekki þegar við ölumst upp. Nema ungur krakki vill ekki að foreldrið komist að því, en uppvaxinn einstaklingur hugsar meiraum lögvaldið.
Ef að krakki gerir eitthvað rangt og foreldrið nennir ekki að sýna krakkanum framm á rangheitin þá hefur krakkinn enga ástæðu til að gera þetta ekki aftur.

Það er ekki hægt að ala krakka upp eins. Allir krakkar eru mismunandi og því verður að beyta þá öðrum aðferum en krakkann við hliðiná.Þetta fynnst mér vera hlutur sem horft er framhjá, því fólk vill gjarnan ala krakka upp eftir einhverjum hollráðum frá fólki sem hefur aldrei hitt umræddan einstakling. Ég hefði haldið að maður yrði að þekkja krakkann til að ala hann upp.

En nóg um röfl.
Það sem að ég vill meina er að foreldrar verða að taka meiri ábyrgð og til að mynda hætta að öskra á skólana.Þeir eiga að taka þátt en uppeldið byrjar heima(tek fram að ég er ekki að lobbya fyrir skólana :)
Foreldrar verða að vinna meira með skólum við uppeldi. Oft vita foreldrar ekki hvað er að gerast í skólum, og ef ég vitna í sjálfan mig áðan og miða samvisku krakkans við “mun mamma komast að því” þá er honum hugsanlega alveg sama um einhverjar smá skammir frá kennara! Hvað kemur það honum við. Því krakkinn mun fara heim og segja að allt sé´í lagi…Og jafnvel þó að skólinn hringi heim, þá er krakkinn oft(kannast við þetta sjálfur :) búinn að sjá foreldrana bölve skólum fyrir lélegt aðhalt, “því að krakkinn gerir aldrei neitt svona heima og þá er það skólanum að kenna ef eitthvað gerist þar”!

Vonandi skiljið þið hvað ég er að fara. Og vonandi hugsið þið ekki ósvipað mér.

Og ég verð að segja eitt. Ég vill fá að sjá kerfi sem hegnir foreldrum ef krakkinn brýtur lög! Já.Þið heyrðuð í mér. Ég vil ekki að löggan komi heim með stelpuna\strákinn og segja “ hann braut af sér, skammið hann”. Og stundum fylgir smá sekt, stundum ekki.
Ég vil fá að sjá kerfi þar sem foreldrar finna sig knúna við að hugsa um krakkana, því að í nútíma kerfi er oftast ekkert sem rekur á eftir þim neam þeirra eigin skyldutilfinning. Og hún er ekki að standa sig.

Nú vil ég ekki fangelsis vist ef einhver lemur annann en ég vil eitthvað meira. Satt að segja veit ég ekki hvað væri best, en til þess er Hugi.is…Staður til að koma skoðunum á framfæri og fá svör\presónuárásir\Hvað-sem-er af fólki sem er misveluppalið og hefur mismikið haft á því að halda, því Jú… Við erum öll mismunandi. Nú hlakkar mig til að sjá hvað ykkur finnst og hverjir munu bölva sem mest…Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að það gæti sært mig, þeim er sama eða þeir eru ekki nógu þroskaðir til að gera sér grein fyrir því.

Ef þið hafið nennt að lesa alla þessa grein vona ég að þið hafið jafn mikla þolinmæði í svari ykkar.
Ég er eins og þið, mismunandi og fékk mismikið uppeldi og þurfti mismikið á því að halda!

Virðingarfyllst, Hallur Hallsson.