Hæ öll.
Heyriði, ég var að komast að því að ég er ólétt. Það er auðvitað geðveikt gaman sko, en ég hef svo rosalegar áhyggjur að ég þurfi að losa mig við kisurnar. Ég á 4 ketti og elska þá alla útaf lífinu og get ekki hugsað mér að vera án þeirra. Kærastinn minn þrífur sandinn á meðan ég er ólétt (haha) en ég er bara hrædd um að þeir verði kannski vondir við barnið þegar ég sé ekki til eða þá það fái ofnæmi eða eitthvað. Ef ég passa að kisurnar séu ekki oní barninu og þríf hárin rosa vel alltaf er þá allt í lagi? Plís segiði mér eitthvað. Ég á ekki að eiga fyrr en næsta sumar en vil hafa þetta allt á hreinu. Endilega ef þið hafið verið með lítil börn og kisur fræðið mig um það :)
Takk - Lilja :D