'Eg er svo´“fúl” yfir smá atviki sem kom fyrir mig í dag að ég get bara ekki orða bundist. Þannig er að ég átti erindi í föndurbúð hér í borginni eftirmiðdaginn í dag,þar var auðvitað mjög mikið að gera eins og maður bjóst við á þessum árstíma :) og ég var með börnin mín með mér,einn gutta sem er 7 mánaða og svo hin sem eru 6 og 8 ára,þegar ég var búin að gera það sem ég þurfti(vantaði bara eitt atriði) þá fór ég í röðina við kassann og í því byrjar litli kútur að gráta og viti menn eftir smá stund pikkar konan sem var fyrir aftan mig í röðinni í mig og spyr “geturðu ekki einhvernvegin beðið barnið um að hætta að gráta,ég er með svo mikinn hausverk” ég í einfeldni minn hélt að konan væri að grínast og sneri mér við og spurði “eru að djóka?”,en vitiði hvað su var ekki raunin,ég sagði við hana að hann væri 7 mánaða en það virtist vera alveg sama,henni var sem sagt alvara með það að ég ætti að biðja barnið um að hætta að gráta…….eins og mér þætti gaman að hlusta á það eða hefði jafnvel beðið hann um að gráta…..
'Eg skil ekkert í fólki…allavega þá fannst mér þetta dónaskapur af konunni og hin börnin mín voru alveg yfir sig hissa og meira að segja þau vissu það að mður getur ekki beðið svona ungt barn um að hætta að gráta.
Kveðja