Hvað er verið að gera íslenskum fjölskyldum í dag???? Ungt fólk er klagað fyrir það að vera ekki í sambúð og fær það mjög harakalega í hausinn, það var örugglega ástæða fyrir því að þetta fólk skráði sig ekki í smabúð og hún er ósköp augljós. Ísland býður fjölskyldum ekki uppá það að lifa eðlileu lífi án þess að vera algjörlega á kúpunni…. eiginlega í verri stöðu en fátæklingar meira að segja… Þetta er kannski svoldið ýkt en þetta er ekki langt frá sannleikanum. Áður en að pör í þessum aðstæðum er dæmt ætti kannski að athuga ástæðu þess að það “svindlar” á kerfinu, ég veit ekki hvor er meiri lagabrjótur, sá sem reynir að framfleyta sér og fjölskyldu sinni, eða sá sem kemur í veg fyrir eðlilegar fjölskyldur geti átt gott lífsviðurværi. Svo ein spurning að lokum…. Hvaða stefna er það hjá ríkisstjórninni???? Fjölskyldustefna???? Ég hef ekki tekið eftir henni!!!