Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Ungabörn og hundar

í Hundar fyrir 23 árum
Það er samt spurning hvort það sé ekki skárra að börn séu hrædd við hunda heldur en að þau vaði í hvaða hund sem þau hitta og séu svo kannski bitin til óbóta. Mamma hræddi mig alltaf með hundum vegna þess að hún var bitin sem barn og systursonur hennar sem er jafngamall mér var líka bitinn í andlitið þegar hann var 2ja ára. Þetta virkaði samt aldrei hjá henni og ég rauk alltaf í alla hunda sem ég sá en ég tók þó nógu mikið mark á henni til að fara alltaf varlega.

Re: Einelti!!!

í Deiglan fyrir 23 árum
Það væri líklega best að hafa bekkjarverkefni og leggja þá í einelti í svona viku hvern sem hafa verið að leggja aðra í einelti, t.d. enginn talar við þá, allir taka fyrir nefið þegar þeir ganga framhjá. Þá fyrst færu þeir að hugsa. Hins vegar veit ég ekki hvað á að gera við kennara sem láta svona líðast. Ætli það sé ekki brot á barnaverndarlögum eða eitthvað að láta misþyrmingar á börnum afskiptalausar?

Re: Sundlaugin í Breiðholti... hmmm

í Deiglan fyrir 23 árum
Það vill stundum gleymast þegar verið er að reisa svona mannvirki að það þarf að halda þessu við líka. Er það ekki annars ÍTR sem rekur laugarnar? Nú fá þeir peninginn sinn frá borginni og borgin er eiginlega alveg nógu skuldug nú þegar. Það væri kannski bara betra að loka þeim laugum sem þeir geta ekki rekið sómasamlega, selja landið undir byggingar og nota peninginn til að flikka uppá hinar laugarnar. Eða hvað?

Re: Trúlofun...

í Rómantík fyrir 23 árum
Það var alla vega upphaflega þannig að fólk trúlofaðist þegar bónorðinu var játað og yfirleitt strax settur dagur á giftinguna líka, yfirleitt innan árs eða jafnvel slétt ár frá bónorði/trúlofun. Kannski er þetta eitthvað að breytast en hafa skal það á hreinu þegar fólk trúlofast að þau séu alla vega að meina það sama :) Það hefur líka breyst að hér í gamla daga var gifting að eilífu en í dag er hún bara eins varanleg og parið vill. Í Bandaríkjunum er það algengt að karlmenn eru ekki með...

Re: !!!!!!!!

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Miðað við hvernig margar konur láta allt eftir börnunum sínum og trúa engum prakkarastrikum upp á þau, þá er ég viss um að þetta er satt ;)

Re: skilnaðarbörnin

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Bróðir minn átti 2 helgarbörn af og sem krakki var strákurinn hans óþolandi og ég skil vel að kærustur bróður míns hafi ekki þolað hann en hann lagaðist með aldrinum. Dóttirin var hins vegar mjög þægileg við alla nema kærustur pabba síns. Hún var alltaf algjör tík við þær en fór svona aðeins að lagast eftir að hún varð unglingur.

Re: Hvernig væri að færa hestana undir gæludýrin

í Hestar fyrir 23 árum
En skák er líka íþrótt en ég efast um að skákmenn brenni rosalega miklu. Sama með pílukast og bog-/skotfimi. Margir hundaeigendur þjálfa líka hundana sína og keppa í ræktunarsýningum og hundafimi eða nota þá til veiði. Hins vegar eru líklega flestir hestaeigendur að gera þetta sér til gamans og þó hestar falli ekki í flokk þeirra dýra sem yfirleitt hafa talist til gæludýra þá virðist það virka þannig fyrir flesta sem eiga þá. Alla vega sumar stelpur sem ég þekki sem eyða mörgum tímum uppí...

Re: :(

í Skóli fyrir 23 árum
Það er heldur engin skömm að því að vinna í búð. Einhver þarf að gera það líka og menntaða liðið kæmist nú ekki langt ef það væri enginn til að selja þeim mat, passa krakkana þeirra o.s.frv.

Re: Hvað tekur við eftir menntó?!

í Skóli fyrir 23 árum
Taktu því bara rólega og hugsaðu þig um. Ég valdi mér fag í háskóla sem var erfitt og aflaði mér virðingar. Eftir að ég kláraði fór ég að vinna í líku fagi sem gaf mikla peninga en eftir 5 ár í því fattaði ég að mér fannst það bara ekkert sérlega skemmtilegt. Taktu þér frekar tímann til að hugsa út í hvað þig langar til að vinna við og þá jafnvel prófa að vinna nokkur mismunandi störf eða eins nálægt þeim og þú kemst. Ég er núna að fara í skóla aftur í verknám vegna þess að ég fattaði að mér...

Re: AF HVERJU ERU DISKAR SVONA DÝRIR?

í Músík almennt fyrir 23 árum
Þeir eru því miður alltaf að verða betri og betri í að hirða pakka sem eru sendir en ég held að ef pakkinn kemur sendur frá Amazon þá séu sérstakar líkur á því að hann sé hirtur og skoðaður. Ef hann kæmi í bleikum jólapappír með handskrifuðu korti sem stæði á “til hamingju með feminguna búbba mín” og pakkinn vandlega pakkaður í brúnt bréf og vafinn límbandi í það óendanlega eins og amma gerði alltaf þegar hún var að senda okkur eitthvað að vestan og handskrifað utan á og bara skrifað “gift”...

Re: Body Design frá Pharmanex

í Heilsa fyrir 23 árum
Endilega ekki fara að falla fyrir einhverju svona gimmicki. Þú getur fengið nákvæmlega sömu efnin með því að éta hollan mat og miklu ódýrara. Engin ástæða til að vera að gera einhverja pýramídagæja ríkari.

Re: AF HVERJU ERU DISKAR SVONA DÝRIR?

í Músík almennt fyrir 23 árum
Þú þarft að fá einhvern sem þú þekkir úti til að kaupa fyrir þig diska og senda þér pakkaða inní gjafapappír með korti. Enginn tollur :)

Re: Nanoq; farið á hausinn

í Fjármál og viðskipti fyrir 23 árum
Þetta voru algjörir flottræflar. Svo keyptu þeir þennan uppstoppaða ísbjörn dýrum dómum til að hafa til skrauts í búðinni. Ég verslaði svo sem ekki sérlega mikið þarna, yfirleitt fór ég í Intersport uppi á Höfða af því ég var að vinna þar rétt hjá og alltaf góð þjónusta þar alla vega. Ég skal ekki segja hvort eigendurnir hafi látið fyrirtækið rúlla en ef gjaldþrot eru mjög stór þá getur maður spurt sig hvort þeir hefðu ekki getað séð það fyrir og hætt fyrr.

Re: Ungabörn og hundar

í Hundar fyrir 23 árum
Ef strákurinn er leiður í grindinni, láttu þá bara hundinn í grindina í smá stund. Segðu tíkinni bara að þetta sé nýja rúmið hennar :) Annars geturðu líka verið með með barnahlið og haft strákinn þannig inni í einu barnheldu herbergi (eða hundinn) en mér finnst reyndar líklegt að bæði strákurinn og hundurinn vilji vera í sama herbergi og þú ert í. Þú getur líka bundið hundinn úti í garði í einhvern tíma, náttúrulega ekki allan daginn. Endilega ekki fara að skilja þau ein eftir saman. Þú...

Re: er þetta NOKKUÐ eðlilegt???

í Heilsa fyrir 23 árum
Læknar hafa engan rétt til þess að koma fram við þig eins og þú sért fífl þó þeir haldi að þeir séu næstir Guði á himni sumir. Ef læknir kemur illa fram við þig þá áttu bara að stoppa hann af og spyrja hvort þú lítir út fyrir að vera vangefin vegna þess að hann sé að koma þannig fram við þig. Þá ætti hann vonandi að stoppa líka en alla vega getur þú alltaf labbað út og fundið annan lækni.

Re: Ráku þá bara út (frétt af dindill.com)

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég býst við að þeir komi til með að breyta þessu smá saman. Stefnan er að stytta stúdentinn um 1 ár eins og er á norðurlöndunum.

Re: lucky charms held ég

í Tilveran fyrir 23 árum
Mamma hans hefur misst hann í gólfið þegar hann var smábarn. Sorglegt.

Re: Gott ráð til þess að koma sér áfram í vinnu.

í The Sims fyrir 23 árum
Jú, ég nota eiginilega bara tvö svindl, “move_objects on” þegar ég þarf að færa eitthvað eða deleta einhverju sem er í notkun eða eyða rusli til að flýta fyrir aumingja simmunum mínum og peningasvindlið þegar þeir eru orðnir blankir. Verst að maður hefur ekki svona peningasvindl í alvörunni :) move_objects on er líka mjög gott þegar fólk festist í dyrum og hvorugur getur bakkað. Ég hef séð simma standa í svoleiðis heilan dag án þess að geta hreyft sig og þá er gott að geta bjargað þeim með...

Re: Skott og eyrnastýfingar

í Hundar fyrir 23 árum
Ég er alveg sammála því að það er ekki blóðþorsti og kvikindisskapur sem ræður ferðinni heldur er fólk bara vant því að skottstífa hunda og vill ekki breyta út af venjunni. Fólki fannst áður allt í lagi að gera aðgerðir á dýrum sem eru ekki nauðsynlegar. T.d. las ég í æviminningum einhvers læknis, man ekki hvað hann hét, að hann hefði leikið sér að því að gera aðgerðir á hundastóði bæjarins og sagði það ótrúlegt hvað hundarnir hlupu um allan bæ eins og ekkert væri að þeim þó hann væri búinn...

Re: Hvar er MacGyver?

í Sjónvarpsefni fyrir 23 árum
Ég er sammála þessu með Soap. Ég man að vísu mjög lítið eftir þeim nema að þeir voru steiktir :) Náunginn sem lék MacGyver heitir Richard Dean Anderson og er núna að leika í Stargate þáttum einhverjum eins og einhver sagði.

Re: Gott ráð til þess að koma sér áfram í vinnu.

í The Sims fyrir 23 árum
Það er hægt að nota sama svindlið ef kallinn er rekinn úr vinnunni, ef maður er ekki búinn að seiva, þá bara deleta honum og þá fær hann vinnuna aftur en missir reyndar skills sem hann var búinn að fá frá því maður seivaði síðast.

Re: Hvar er MacGyver?

í Sjónvarpsefni fyrir 23 árum
Þeir tíma ekki að kaupa nýja þætti. Annars eldast sumir þessir þættir illa. MASH eru alltaf góðir og Taxi og WKRP en suma þessa 80's þætti er ömurlegt að sjá aftur, t.d. Miami Vice og ábyggilega væri MacGyver svipaður, maður myndi bara hlæja sig máttlausan og spá í hvort maður hefði verið vangefinn eða eitthvað að nenna að horfa á þetta á sínum tíma.

Re: Vantar email einstaklings...

í Tilveran fyrir 23 árum
Þú getur leitað að nafninu á leit.is og athugað hvort þú finnur heimasíðu fyrir hann eða ef hann er í einhverju félagi lista yfir félagsmenn með email addressum. Sumir eru líka með email sitt í símaskránni. Annars geturðu bara hringt í hann og spurt hvað emailið er :)

Re: simsinn minn er veikur

í The Sims fyrir 23 árum
Sendu hann strax í rúmið. Láttu hann bara borða þegar hann vaknar. Ekki láta hann gera neitt annað fyrr en honum batnar. Annars deyr hann bara.

Re: Gott ráð til þess að koma sér áfram í vinnu.

í The Sims fyrir 23 árum
Það er alveg hægt að gera þetta með einum simma, tekur bara smá lengri tíma. Ég var með einn sem ég lét vinna annað hvert kvöld og bjóða fólki í heimsókn hinn. Það er betra að bjóða einum og einum til að kynnast vel heldur en að halda partý, hjálpar að vera búinn að elda þegar hann kemur og að hafa einhverja skemmtun, t.d. sjónvarp eða heitan pott. Það er líka hægt að hafa krakka á heimilinu og láta þá eignast vini líka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok