Hvað er það???
Ég hef alltaf litið á að trúlofun væri svona annað stig á sambandinu, ekki gifting (þó það leiðir nú oftast þangað)heldur einhvað meira en kærustupar. Það er einhvað svo…. grunnskólalegt, veit ekki af hverju. En s.s. mér fynnst það vera að segja ég virði þig meira en einhver stelpa sem ég er með, ég ber meiri tilfingngar til þín og… æææ ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér. En s.s. ég hef altaf tekið því þannig
1. kærustupar
2. trúlofuð
3. gifting.
Veit ekki afhveju en svo fynnst t.d. kærastanum mínum trúlofun þýða “gifting innan árs” ???
Svo ég spyr hvað er trúlofun?
gifting innan árs eða annað stig á ástarsambandi
og er það kannski koið með einhverja aðra meiningu núna,??? kannski einu sini gifting innan árs, og núna bara sem annað þrep á sambandinu???
Ég veit að yngra fólkið séu að trúlofa sig upp á hringina og vera töff, en það er ekki það sem ég er að meina, það er kannski einhvað búið að missa pínu hlutverk sitt (Trúlofun) en hvar stendur hún núna í samböndum???