Ungabörn og hundar Sælir hundaáhugamenn.
Ég tók að mér að passa yndislega Giant Schnauzer tík í nokkrar vikur um daginn og vantar smá hjálp. Ég á 9.mánaða gamlan son sem er á fullu á skriðaldrinum og mér er ekkert svakalega vel við að láta hann kássast mikið í tíkinni, ég þekki þessa tík lítið en veit það samt að henni er ekkert illa við börn og hefur aldrei glefsað eða bitið nokkurn en mig langar heldur ekkert að sonur minn verði sá fyrsti þó ég treysti hundinum næstum alveg. Þetta er stór og mikill hundur sem gæti hæglega klippt son minn í sundur ef hún hefði áhuga á því :(

Julie (tíkin) er alveg yndislega ljúf og þegar strákurinn skriður að henni hreyfir hún sig ekki og leyfir honum að skoða sig en venjulega færi ég hann frá henni og þá verður hún að sjálfsögðu mun meira spennandi í hans huga, fyrsta daginn urraði hún að honum enda náði hann að rífa í skeggið á henni og ég að sjálfsögðu tók hann frá henni strax og skammaði tíkina.
Nú langar mig að vita hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að minnka líkurnar á því að eitthvað skelfilegt gerist (þó ég hafi enga trú á því), t.d leyft þeim að vera meira saman eða eitthvað ?
Eins og ég segi þá hef ég ekki nokkra trú á að hún muni gera honum nokkuð, en af því hann er svo mikil óviti og kjáni þá treysti ég honum alls ekki til þess að meiða hana ekki og veit að honum finnst allar þessar krullur spennandi að rífa í og Julie virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa sig þegar hann kemur á fullri ferð skriðandi til hans og sleikir hann bara, en það er samt betra að byrgja brunnin áður en barnið er dottið ekki satt? Ég get ómögulega lokað tíkina inni allan daginn né haft strákinn annars staðar en á gólfinu, þannig að þeim verður bara að semja spurningin er bara hvernig er best að tryggja það!

Kv. EstHe
Kv. EstHer