Blessaðir kæru lesendur á öllum aldri.

Ég þarf nauðsynlega hjálp ykkar að halda varðandi “líf eftir menntó”. Ég er bara ein af þeim mörgum sem eru svo óákveðnir varðandi framhald eftir menntaskóla og það er virkilega að fara í taugarnar á mér.
Ég er að fara byrja á mínu seinasta ári í menntaskóla og svo kom allt í einu þessi spurning í hausinn á mér: En hvað ætlar þú svo að gera eftir menntaskólan?! Og þá fóru hinar ýmsu pælingar á fleygi ferð og allt fór í vitleysu, þ.e.a.s. Að ýmsar áhyggjur komu upp eins og hvað vil ég verða og hvað hentar mér best. Verst er að ég hef bara ekki hugmynd um það?! Það er alls ekki neitt sem ég hef áhuga fyrir, mig langar að vera allt og ekkert. Hef enga fasta og nákvæma formúlu á líf mínu innan starfssviðs. Ég hef góðan metnað í allt sem ég geri, ég fæ góðar einkanir og að sjálfsögðu þá skráði ég mig inn á sérstaka braut í menntó sem ég hef engan áhuga á.
Svo auk þess er maður alltaf til í að prufa en ég tými því miður ekki að borga þvílíkt hátt gjald á spes braut í H-skólann ef ég svo missi áhugann, flunka á því eftir 2 vikur. Ég veit að H-skólinn er gerður fyrir þá sem eru með pottþétt markmið og allt það en ekki fyrir svona óákveðna aulabárða eins og mig=(
Annað sem ég veit er að við erum samfélag sem er að þróast á öllum sviðum, líka í starfsgreinum sem betur fer. Vonandi verður það þá eitthvað sem mér líkar.
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér er að fólk kýs stundum að fara á þær menntabrautir í H-skólanum þegar það verður virkilega mikill skortur t.d. fólki í verkfræði, tölvunarfræði og öðrum fræðum. Þetta er jú vel borguð störf og það vantar fólk í þær greinar, þannig að allir bjartsýnismenn ákveða að læra allt sem til þarf að verða verkfræðingur eða e-ð og læra endalaust í H-skólanum í 5 ár og svo loksins þegar það kemur úr Háskólanum þá er ekki lengur þörf fyrir öllum þessum verkfræðingum. Og þetta vel menntaða fólk á erfitt með að koma sér þá í einhverja góða vinnu innan þeirra starfssviðs og geta ekki betur en svo en að enda í 10-11 vegna þess að það vantar ekkert fólk í vinnu. Svaka svekkelsi er það nú, hugsa sér gott til glóðarinnar vegna alls sem maður hefur áorkað og fá ekkert upp úr krafsinu!!!
Þetta er ein áhyggja sem ég hef.
Eins og með nám erlendis. Ég á alls ekkert peninginn í það að fara erlendis í nám og vill forðast námslán með mestu.

En þið sem hafið lesið þetta þið vitið hver kjarninn er. Endilega gefið mér einhver góð ráð varðandi svona hluti. Hvað gerðuð þið eftir menntaskólann og hvernig er í H-skólanum og þess háttar. HJÁLP!

Kær kveðja cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)