Það er eitt sem ég þoli ekki við íslenskt sjónvarp. Ég veit að það er ekki stórt “budget” hjá þessum stöðvum en ef þær þurfa að spara, af hverju að kaupa einhverja hundleiðinlega þætti bara til að fylla upp í bara út af því að þeir eru ódýrir? Af hverju ekki að sýna þessa gömlu góðu þætti sem ég man eftir þegar ég var að alast upp með? Ég er reyndar bara 18 ára svo ég er ekki að tala um þöglu myndirnar, bara fara aftur um svona 10 ár eða svo. MacGyver var t.d. uppáhaldsþátturinn minn, hvernig einn maður gat tekið gos, klaka , sprenginammi, sett það inn í örbylgjuofn og sprengt upp tveggja hæða hús skil ég ekki enn. Töffarinn með 80's greiðsluna klikkar ekki. En þessir þættir voru snilld, ég hef horft á nokkra þætti af netinu og það er vel hægt að hlæja að þessu, frábært sjónvarpsefni. Twilight Zone (sem reyndar voru sýndir á sýn) voru líka frábærir, ég er þá að tala um þessa nýrri því þessir svarthvítu eru svolítið misjafnir. Amazing Stories gat ég horft á aftur og aftur. Alf, sitcominn um kattaétandi geimverann sem hrapaði í garðinn hjá kjarnafjölskyldunni er lifandi dæmi um hið ótrúlega hugmyndaflug þáttagerðamanna á þessum tíma. Hvernig voru þá þættirnir sem hafnað var? Það þarf að fara að sýna þessa gullmola aftur. Annars gleymist bara stór hluti af menningu okkar…