Jæja, nú eru örfáir dagar síðan útilífsverslunin Nanoq fór á
hausinn. Verslunnin seldi útivistarbúnað, rándýra merkjavöru,
auk þess að selja tískuföt.

Nanoq hefði varla getað farið á hausinn á verri tíma. Vika fyrir
Landsmót skáta og allir á leiðinni að versla bakpoka,
svefnpoka, pottasett, tjöld og annan útileguvarning. Ég held
samt jafnvel að þetta hafi verið hálf planað hjá nanoq, til þess
að losna við það að almenning drifi að til að innleysa
gjafabréf, inneignanótur og inneign í formi punkta af Nanoq
korti. Allaveganna tapaði ég 4.500 krónum sem ég fékk í
jólagjöf og rúmum 2000.- krónum sem ég átti inni á
nanoqkortinu mínu. 6.500kr allt í allt, þetta er nú slatti. Bróðir
minn átti 10.000kr gjafabréf sem hann fékk í fermingagjöf og
eru það núna ónýtir peningar, horfnir út í veður og vind.
Ég efast nú stórlega um að við séum þau einu sem töpuðum
á þessu, enda átti búðin marga viðskiptavini og bara
nanoqkort frá þeim örugglega ágætar summur.

En hefði maður ekki mátt vita þetta fyrir. Hvernig er hægt að
reka risastóra verslun í amerískum stíl fyrir þessar örfáu
hræður sem við íslendingar eru?