Fartölvan er náttúrulega dýrari miðað við hraða og uppfærslumöguleikar minni en mér finnst það samt margfalt þess virði. Ég fékk mér fartölvu fyrir ca. ári síðan og hef ekki séð eftir því. Maður er með þessa elsku hvar sem manni dettur í hug, á stofuborðinu, í sófanum, jafnvel uppí rúmi. Líka hægt að fara með hana með ef þú skreppur í sumarbústað, þarft að vera á hóteli, til útlanda og hvert sem er. Ég var t.d. í Bandaríkjunum í janúar, fékk mér bara aðgang hjá AOL þar sem fyrsti mánuðurinn...