Halló allir saman kæru hundavinir

Mig langar að spurja hérna um álit á einu dæmi, það er semsagt bann við skott og eyrnastýfingum hvað finnst ykkur um það?
Ég keypti mér tvo boxera um daginn rosa flotta en þeir verða að vera með skott náttulega því hitt er bannað.
Það er svosem ekkert verra það er kanski bara enn flottara en maður er vanur að sjá þá skottlausa bæði hér og víða.
Ég er búin að lesa greinar á netinu hvers vegna helst þeir skottstýfa hunda það er vegna þess að ef hundur brýtur á sér rófuna td af slysni þá mun hann ganga í gegnum þvílíkan sársauka mun meira en að vera stýfður sem hvolpur og eitthvað fleira stóð þarna í þessari grein.
En þetta var bannað fyrir hvað löngu síðan ári cirka og skil ekki hvers vegna, en þið?

Ps: spurði yfirdýralækni hvers vegna þetta væri bannað og hann svaraði bara vegna þess að þetta væri bannað samkvæmt lögum
en hann svaraði aldrei spurningunni kom allavega ekki með nein rök

Takk fyrir að lesa

:)