Ég ætla aðeins að taka upp hanskann fyrir sjálfan mig og aðra “anti-jólaista” :) Það er búið að eyðileggja jólin. Kaupahéðnar og götustrákar (Svo ég vitni í frægann mann) eru stöðugt að ota sínum tota strax í lok október. Er von að maður sé orðinn pirraður? Jólin eru ekki lengur hátíð ljóss og friðar (Svo maður noti klisjur) heldur Visa og kaupmanna. Það er enginn maður með mönnum nema að systkinum, foreldrum, öfum/ömmum, frændum, frænkum, mágum, svilum, vinum og kunningjum séu gefnar gjafir...