Minn kæri GunniS, been there, done that. Ég var að vinna í slorinu eftir menntaskóla, en gafst upp eftir 6 mánuði, maður var bókstaflega að vinna á núllinu. Ekki veit ég hvernig fólk með fjölskyldur fór að. Á endanum gafst ég upp og hugsaði að ég ætlaði ekki að enda eins og gömlu kallarnir þarna á verbúðunum, bitrir, blankir, með enga fortíð eða framtíð. Svo ég fór í skóla, besta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Þó svo að ég sé atvinnulaus núna, enda er ég í mesta kapítalistabusiness...