Júlíus Sesar

Gajus Júlíus Sesar fæddist árið 100 f. Kr og var hann af einni elstu og tignustu ætt Ítalíu. Þegar Sesar var ungur að árum var hann mjög námsfús og stundaði ritstörf og ræðumennsku af kappi. Sesar lagði allt nám á hilluna er hann gerðist aðstoðarforingi Marcusar Thermusar í Litlu Asíu og á Klikíu.
Eftir þau ævintýri sneri hann heim til Rómar og hrærðist þar um í stjórnmálum ásamt því að taka mikinn þátt í skemmtanalífinu.
Hann var kvensamur og í lok ævinnar átti hann nokkur hjónabönd og ótal frillur að baki. Árið 60 f. Kr gerðu Pompeius Crassus og Sesar bandalag sem færði honum síðan embætti sem ræðismaður í eitt ár.
Eftir þetta ræðismannsár tryggði hann sér embætti sem skattlandsstjóri í Gallíu og stækkaði þá veldi Rómar mikið. Hann fór í herferðir sem kostuðu um eina milljón fórnarlamba lífið ásamt því að Rómverjar tóku um eina milljón fanga. Talið er að þriðjungi Galla hafi verið útrýmt, sem veitir manni leyfi til að nota orðið “þjóðarmorð”, Talið var að 400.000 manns hafi fallið í herferðinni gegn Úsipetum og Tenkterum árið 55 f. Kr.
Í Xanten, milli Mósel og Rínar, boðaði Sesar til friðarfundar með germönsku höfðingjunum. Hann handtók þá og sendi hersveitir sínar til að brytja karla, konur og börn í spað. Þjóðinni var algerlega útrýmt.
Sesar fór einnig í herferðir til Bretlands til að hræða íbúa þess til hlýðni við sig og gekk það vel. Öll þau ár sem að Sesar dvaldi í Gallíu ríkti mikil spilling og óstjórn heima í Róm sem var undir stjórn tveggja félaga hans Crassusar og Pompeiusar en þeir beittu óspart mútum og morðum til að halda völdum.
Þegar embættisár þeirra var á enda safnaði Crassus stórum her og hélt til orustu við Parþa í Sýrlandi þar mætti hann seinna dauðanum.
Þegar Crassus lést rofnaði aðal hlekkurinn í þrístjórnarbandalagi þeirra og eini hluturinn sem stóð í vegi fyrir því að Pompeius tæki sér alræðisvald var herstyrkur og metorðagirnd Sesars.
Sesar reyndi margsinnis að miðla málum en ekkert uns þingið lýsti því yfir að Sesar væri óvinur lýðveldisins ef hann léti ekki frá sér völd sín þann fyrsta júlí, síðan bauð þingið Pompeiusi að sjá til þess að vernda ríkið en það þýddi í rauninni alræðisvald. Sesar safnaði saman her sínum og hélt til Rómar, og hinn 10. janúar arið 49 hófst í rauninni borgarastyrjöldin fyrir alvöru og þá er talið að Sesar hafi mælt hina frægu setningu “teningunum er kastað,,. Þó Pompeius væri mun liðsmeiri flúði hann til Austurlanda og Sesar gekk óáreittur inn í Róm. Síðan veitti hann Pompeiusi eftirför og var háð úrslita orrusta við Farsalos í Grikklandi árið 48 f. Kr þar sem Pompeius beið lægri hlut fyrir Sesari,flúði Pompeijus til Egyptalands þar sem hann var seinna veginn. Sesar hélt einnig til Egyptalands og blandaði sér í ríkiserfðamál á milli Kleópötru drottningar og bróður hennar Póthiníusar sem Sesar lét seinna myrða á laun.
Meðan á dvöl hans stóð felldu Kleópatra og hann hugi saman þrátt fyrir mikinn aldursmun og fæddi hún honum síðan son níu mánuðum eftir komu hans.
Eftir 9 mánaða dvöl Sesars frá Róm ríkti orðið mikil óstjórn og upphófst ný uppreisn undir stjórn Farnakes sem hafði áður tekið Armeníu hina minni og Kappadokíu. Hét hann á öll austlæg lönd að rísa upp gegn Rómverjum.
Sesar fór því frá Egyptalandi og í gegnum Litlu-Asíu til Pontos þar sem hann háði orrustu gegn Farnakes við Zela. Það var í þessum bardaga sem Sesar sendi hin frægu skilaboð ,,Veni Vidi Vici” (Ég kom, sá og sigraði).
Að loknum bardaganum hélt Sesar til Rómar en þar þurfti hann að kæfa niður uppreisn. Síðan fór hann til Afríku og barðist gegn sameiginlegu herliði Metellusar Scipíó, Gatós, Labíenusar og Júbu Númidíukonungs. Hann beið í lægri hlut fyrst en sigraði svo í annari tilraun. Sesar skipaði Sallústíus sem nýjan landstjóra í Númidíu og kom nýrri stjórnskipan á í Afríku áður en hann hélt aftur til Rómaborgar haustið 46.
Þegar Sesar kom aftur til Rómar fékk hann alræðisvald til tíu ára
og gat hann því haldið glæsilegustu sigurför sem nokkurn tímann hafði verið haldin í Rómaborg. Snemma árs 45 hélt Sesar til Spánar og barðist í síðasta sinn við Pompeijussinna við Múndu. Í október kom hann aftur heim og var þá ástandið slæmt í Róm. Langvarandi óstjórn hafði gert það að verkum að atvinnuvegir landsins höfðu farið úr skorðum. Sesar hóf því að endurbyggja Rómaveldi einn síns liðs af mikilli atorku. Hann vissi að sigur sinn var til einskins unninn ef hann fengi ekki reista nýja og betri borg.
Hann lét kjósa sig sem alræðismann ævilangt og hóf að hjálpa öreigum stórborgarinnar við að reisa sér bú og stofna nýlendur í skattlöndunum. Hann endurbætti einnig landsstjórnina í skattlöndunum og leiðrétti tímatalið. Hans æðsta ósk var að gefa öllum þegnum Rómar Germönum jafnt sem Göllum jafnan rétt og Rómverjar höfðu.
Sesar fékk ekki langan tíma til starfa. Andstæðingar hans álitu hann valdaræningja og banamann lýðveldisins. Þessir lýðveldissinnar ákváðu því að ryðja Sesari úr vegi og endurheimta fyrrum stjórnskipulag. Gerðu þeir því samsæri þann 15. mars 44 f. Kr., réðust á Sesar í öldungaráðinu og stungu hann með hnífum. Því er haldið fram að Sesar hafi fyrst reynt að verja sig en þegar hann sá vin sinn Brútus í hópnum féllust honum hendur og hafi sagt,,Og þú líka Brútus minn“.

Rómverska lýðveldið var ekki endurreist þótt Sesar væri látinn.
Við starfi Sesars tók frændi hans Oktavíanus. Hann náði öllum völdum og gerðist fyrsti keisari Rómaveldis árið 31. f. Kr. Oktavíanus lét það líta þannig út að hið gamla stjórnskipulag væri óhreyft en í raun tók hann sjálfur öll völd þannig að hann réði nánast öllu.


hvað segji þið um þetta.