Hryðjuverkamenn ógna Google Velgengni leitarvélarinnar google liggur í einstökum algórythma hennar sem finnur ekki einungis síður eftir því hvaða lykilorð má finna á sjálfri síðunni. Google skoðar nefninlega einnig með hvaða orðum er linkað á síðuna. Þetta er svosem allt gott og blessað ef ekki væri búið að finna alvarlegan galla á þessu fyrirkomulagi. Gallinn felst í því að ef þú hefur nógu stóran hóp vefsmiða á þínu bandi geturðu komið þinni síðu efst þegar leitað er að orðum sem koma síðunni ekkert við. Þetta fyrirbæri kallast Google-Bombing á útlensku.

Ykkur kann að þykja þetta fjarstæðukennt og óframkvæmanlegt en þetta er samt veruleikinn. Blaðamaðurinn <a href="http://www.lightningfield.com/“>David Gallagher</a> ákvað fyrr á þessu ári að hann ætlaði að verða merkilegasti <a href=”http://www.lightningfield.com/archive/2002_02_10 _archive.html#quest“>David Gallagher á netinu í eftirfarandi bloggfærslu*</a>. Honum tókst það og enn er hann merkilegasti David Gallagher á <a href=”http://www.google.com/search?q=david+gallagher“ >google**</a>.

Þar sem þetta er hægt er auðvitað bara spurning áður en einhver fer að selja google-bombur. Því það er líklegast besta auglýsing sem hægt er að fá að koma upp í fyrsta sæti á google undir einhverju mikið notuðu leitarorði.

En er þetta alltsaman svo slæmt? Það er auðvitað ekkert skemmtilegra en að láta vefsíðu vinar síns koma upp undir einhverju furðulegu leitarorði og sína undir einhverju flottu. Þar að auki virðist sem google defusi bomburnar sjálfkrafa. Ástæðan er ekki kunn en það gæti verið að þetta sé að finna í leitaralgórythmanum eða vegna þess að þegar tíminn líður hverfa linkarnir sem notaðir voru í bombununni af forsíðum bloggsíðna, því það eru bloggarar sem hafa verið að stunda þetta mest hingaðtil.

Þetta er raunin í dag en það eiga vafalaust eftir að koma fram skipulagðir hópar hryðjuverkamanna sem munu hagnast af athæfinu og lausnir eru fáar. Það er erfitt fyrir google að greina hvað er bomba og hvað ekki og það mun valda internetinu gríðarlegum skaða þegar google hættir að vera eins áreiðanleg og hún er í dag. Því er bara að bíða og vona, vona að fólk fari sér hægt í svonalöguðu og að þeir snillingar sem standa að baki google finni lausn.

Þýtt og stytt verulega af síðunni <a href=”http://www.microcontentnews.com/articles/googleb ombs.htm">http://www.microcontentnews.com/articles/goo glebombs.htm</a>

Bessi

—-
Ef tenglar skyldu ekki virka
*http://www.lightningfield.com/archive/2002_02_1 0_archive.html#quest
**http://www.google.com/search?q= david+gallaghe