Komiði sæl.

Mér til mikillar ánægju, þá var ég samþykktur sem stjórnandi hér á grafík-áhugamálinu. Þetta kom mér á gleðilega á óvart, og ég var rétt í þessu að fá “lykilinn” í hendurnar.

Næstu daga ætla ég að leggja höfuðið í bleyti (leggjast undir feld) og svo fer allt á fulla ferð. Ég er með nokkrar hugmyndir sem ég þarf að útfæra aðeins nánar. Einnig er mikilvægt að fá góðar hugmyndir frá ykkur. Skrúfiði nú frá pennanum og látið skoðanir ykkar og væntingar í ljós.

Ég er, á þessu stigi, ekki viss um hvort fleiri voru samþykktir í sömu andrá og ég, en það mun koma í ljós fljótlega. Vonandi er ég ekki einn í þessu því nú verðum við að taka saman höndum um að gera þetta verulega áhugavert og skemmtilegt.

Bestu kveðjur,

Hlynu