Þið sem eruð ekki tilbúin í jólaumræðuna verið bara ekkert að koma inná þetta áhugamál fyrr en þið eruð tilbúin að taka þátt í umræðonum á vinalegan hátt. Það eru margir farnir að undirbúa jólin og það er kominn tími á að ræða um jólaundirbúninginn þó að ég sé sammála um að búðirnar séu full snemma á ferðinni með jólaskraut og það allt saman þá er svo margt sem þarf að huga að á stórum heimilum að það veitir ekki af tímanum. Ég er viss um að þeir sem eru að fárast yfir að þetta áhugamál sé opið eru ekki með stór heimili eða jafnvel ekki komnir með heimili sjálfir og láta mömmu eða einhvern annan um allan undirbúninginn. Ég persónulega vil að desember mánuður verði afslappaður og börnin mín fái að njóta hans frekar en að vera með allt á síðustu stundu og allt í stressi og vera svo pirruð á börnonum og geta ekkert sinnt þeim.
Þannig að þið sem eruð ekki tilbúin ennþá fyrir þessar umræður vinsamlega verið bara ekkert að kommenta með ykkar neikvæðni farið bara framhjá þessum greinum sem eru að koma inn.