Ef þig langar að tala eins og einhver af vinunum þá fann ég hérna leiðbeiningar af netinu sem ég þýddi yfir á móðurmál okkar :)

Ef þú vilt líkjast Pheobe þá er það fyrsta sem þú þarft að gera er að æfa framburðinn. Y ætti að vera borið fram eins og “eee”. Eww ætti að vera langt eins og “eeeeeewwwwww” eða mjög hátt og snöggt eins og “EW”. Svo verðuru að ná málinu. Þú verður að bæta þessum orðum inn í þriðju hvorja setningu : “Na-ha”, “EW”, “O” og “ok”.

Ef þú vilt líkjast Chandler þá skaltu nota mikið orðin “so” og “not” og hafa áhersluna á þeim í setningunni. Orðin eru líka góð saman eins og “that is SO NOT true!”. Þú verður líka að leggja áherslu á röng orð í hverri setningu eins og “could that report BE any later” eða “could that coffee BE any stronger?”. Þú verður líka að segja hugsanir þínar upphátt, ekki halda þeim inni.

Monica talar frekar eðlilega, en þú gætir sett orðin “shall we?” á eftir flestum setningum, jafnvel þó það passi ekki við. Þú verður líka að vera “uptight” (finn ekkert íslenskt orð yfir það í augnablikinu), og verða pirruð/aður mjög auðveldlega. Þú verður líka að hafa þann hæfileika að geta sagt eitthvað nice með mjög nasty rödd.

Ef þú vilt líkjast joey þá er það mjög auðvelt. Þú verður að spurja um allt sem ætti að vera mjög auðskilið, og aldrei að fatta hvað fólk er að tala um.

Til að tala eins og Ross verðuru að hafa langar…..pásur….í setningunum og verða……pirruð/aður……þegar aðrir….gera það. Þú verður líka stundum að tala með hárri, skrækri eða vælulegri rödd og gretta á þér andlitið (án þess þó að það sé of obvious). Þú verður líka að tala alveg rétt og ALLTAF að leiðrétta aðra.

Til að vera eins og Rachel þá verðuru að geta talað mjög hátt og hratt þegar þú verður reið/ur, og láta setninguna enda eins og langt bull, þannig að þú ein/n skiljir hvað þú ert að segja. Þu verður líka að setja hart hljóð í röddina á þér þegar þú ert að fara að segja eitthvað nasty. Kallaðu líka alla “honey”.



Þið verðið að afsaka enskusletturnar hjá mér, ég hef horft allt of mikið af friends undanfarið :)


kveðja,
Isabel