Ég hef verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið af hverju, þegar atkvæðafjöldi er lesinn upp í kosningum, auðir og ógildir seðlar séu settir í sama flokk.

Með þessu eru atkvæði þeirra sem skila inn auðu gerð ómerk! Því miður hefur það verið svo í íslenskri pólitík að einn kosningamöguleiki lýðræðislegra kosninga er lítt notaður. Af einhverjum ástæðum finnst fólki eins og það sé knúið til að taka afstöðu með einhverjum af þeim flokkum sem kosið er um. Í nágrannalöndum okkar er það að skila auðu ákveðið “statement”. Það að skila inn auðum atkvæðaseðli þýðir það að viðkomandi kjósandi finnur engan flokk á listanum sem hann vill hafa sem fulltrúa sinn á þingi.

Í ljósi þessa þykir mér einkar furðulegt að á Íslandi séu auðir kosningaseðlar álitnir jafn ómerkilegir og þeir sem ógildir eru. Er einhver hér á huga sem kann svör við þessu?

Kveðja, mc Brútus.