Daginn mig langar að tala um Region læsingar eða svæða læsingar.

Núna fyrir skemmstu þá veslaði konan mynd Charlie's Angels sem út gefin er af Columbia Tristar Entertainment. Var hún að auki Special Edition. Ekki ætla ég að tala um myndina sem slíka en hún vara þetta í besta lagi afþreying svona 1 stjarna.

Þessi mynd er gerð fyrir svæði 1 sem eru Usa og Canada. Og ætti að vera í flestum tilvikum nóg að geta spilað myndina. En svo var það nú ekki hjá mér.

Ég átti Hitachi spilara sem ég verslaði í Elko haustið '99 og var hann gerður fyrir öll svæði og þurfti ég ekki að breyta um svæði, heldur gerði spilarinn það sjálfur. Fjandi góður gripur enda kostaði hann 55þ á þeim tíma. Var þessi mynd keypt í vor og átti að fara að horfa á hana en þá komu skila boð á skjáinn að þessi mynd væri eingöngu fyrir “Spilara sem spila svæði 1” og ég spurði mig hver fjandinn.

Eftir að hafa lesið mig til á netinu þá komst ég að því að það væri komin nýr svæðalás á DVD diskana frá Columbia Tristar og svo voru einhverjir aðrir sem vor með þetta líka man ekki alveg hverjir þeir eru.

En þessi læsing virkar þannig að hún ert uppsett af “EF” setningum. (mikið notað í forritun) og gerist þetta þegar diskurinn er settur í spilarann.
Spilarinn ferð að skoða diskinn og gá hvaða svæði hann er.
Um leið fer diskurinn að spyrja Spilarann hvaða svæði hann spilar
og er skipunina nokkur vegin svona:
“Spilar þú svæði 1
EF já þá spyrja
Spilar þú svæði 2 ef já EKKi spila disk ef NEI þá spila disk”

Þetta er mjög einfaldur kóði og hann stoppar mjög marga eldir týpur af spilurum, í allnokkrum spilurum er hægt að stilla þá þannig að þeir eru læstir á svæði og þá á diskurinn að spila.

En Hitachi spilarinn minn var búinn að vera með stæla við mig og komst ég síðar að því að afspilunarkoritð í honum væri gallað og ekki myndi borga sig að laga hann.

Þá dreif ég mig og fór að leita að nýjum spilara, eftir mikla leit þá fann ég spilara sem ég er sáttur við. Hann fann ég í Sjónvarps Miðstöðinni í síðumúlanum (svaka plögg, ég er ekki að vinna þar og á enga hagsmuni að gæta með að auglýsa þetta) Varð fyrir valinu United 3153, hann spilar öll svæði (skiptir sjálfur á milli svæða) MP3, VCD, SVCD, JPG, MPG og meira til. Þessi spilari spilar fyrir mig myndina án nokkra vandræða. Einnig er stilling á þessum spilara sem segir til um hvernig sjónvarp þú ert með (pal eða nsec eða hvernig sem það var nú stafað það er allavega ameríku kerfið) það er ekki hægt að spila diska af svæði 1 í pal sjónvarpi. Það kemur allt í svart hvítu og ruglað. Þá þarf maður að hafa fjölkerfa sjónvarp líka eða spilara sem breytir merkinu í pal þannig að þú sleppir við að kaupa nýtt sjónvarp líka.

Margir munu eiga eftir að lenda í þessu vanda máli með Spilarann sinn og svo eru að koma fleiri varnir geng fjölsvæða spilurum.

Það sem ég mæli með er að koma með nokkra diska með sér þegar maður er að velja sér spilara og fá að prófa hann og ef maður á disk með læsingunni hér á undan að prófa hann sérstaklega. Sölumaður á ekki að banna ykkur að prófa, maður á að vera viss um að það sem maður er að kaupa er það sem maður vildi fá.

kv Sheepdog