Guðrún Inga stefnir á 9. sætið. Hún er að mínu mati lang frambærilegasti nýliðinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þrátt fyrir að stefna á neðsta sætið af þeim. Hennar helstu baráttumál eru: Afnám tolla, þá á kostnað styrkja til landbúnaðar. Einstaklingsfrelsi og jafnrétti. Hægari endurgreiðslur námslána. Uppstokkun í heilbrigðiskerfinu. Nánar er hægt að lesa um öll hennar mál á vefsíðunni <a href=" http://www.gudruninga.net/“> www.gudruninga.net</a>. Guðsrún Inga er þrítugur hagfræðingur og á að baki stuttan en glæsilegan feril á atvinnumarkaðnum. Á þessu ári tók hún við stjórn fjárfestatengsla fyrir Kaupthing Group. Pólitískur ferill hennar byrjaði í stúdentapólitíkinni hjá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands. Hún hefur verið í stjórn SUS frá 1999 og í dag er hún ritari framkvæmdastjórnar SUS. Hún er líka aðalgellan á <a href=” http://www.tikin.is/“> www.tikin.is </a> og hefur ritað þar fullt af góðum greinum.

Soffía Kristín býður sig fram í 8. sætið. Hún er með svipuð baráttumál og Guðrún Inga, en gerir þeim ekki næstum þvi jafn góð skil. Aðal baráttumál hennar er þó hert viðlög við hverskonar ofbeldisglæpum. Fyrir það fær hún feitan plús í kladdan. Skoðið <a href=” http://www.soffia.is/“> www.soffia.is </a> til að fræðast betur um Soffíu.

Strákanir Ingvi Hrafn og Sigurður Kári eru týpískir SUS plebbar sem þrífast ekki á öðru en að drulla á Samfylkinguna. Ég nenni ekkert að útlista einhverju um þá að því að mér finnst þeir bara vera ómerkilegir pósarar. Í Silfrinu áðan til tók Sigurður Kári það sérstaklega til að hann væri enginn pabbastrákur með slaufu, heldur væri hann úr Breiðholtinu og þar af leiðandi Alþýðumaður. Hverjum er ekki skítsama? Persónulega finnst mér engu skipta hvaðan fólk kemur, heldur hvert það stefnir. Nánari upplýsingar um þá kumpána er að finna á <a href=” http://www.ingvihrafn.is/“> www.ingvihrafn.is </a> og <a href=” http://www.sigurdurkari.is/"> www.sigurdurkari.is </a>.