Nokkrum dögum fyrir boxsýninguna í laugardagshöll fékk Árni Ísaksson þær fréttir að hann gæti ekki boxað fyrir félagið sitt, Pumping Iron. Hann fékk þá úrlistakosti að ganga til liðs við B.A.G. ellegar að hætta við að boxa, (ekki var nefnt hvort hann gæti gengið tímabundið til liðs við B.A.G. eða ekki). Einnig fékk Jimmy R. Routley ekki að vera í horni hans Árna sem þjálfari, og er augljóst að Guðjón ætlaði sér að taka creditinn fyrir að þjálfa Árna, (en Árni sigraði Skúla “Tyson” í frekar blóðugum bardaga á opinni æfingu hjá B.A.G.), en þetta kallast ekkert nema stuldur á boxurum og er auðvitað mjög siðlaust. Árni var til í að ganga til liðs við B.A.G. tímabundið bara til að fá að boxa á sýningunni, en Jimmy áleit það sem móðgun við sig (það sem Guðjón var að reyna) og setti Árna þá úrslitakosti að annaðhvort skildi hann boxa og mega ekki mæta á æfingar hjá Pumping Iron, eða ekki boxa og fara út eftir áramót og keppa í Thai-box (með möguleika á að koma heim með dollu) og keppa fyrir Pumping Iron á framtíðar Íslands mótum sem verða vonandi haldinn. Sem betur fer tók Árni seinni kostinn þar sem hann græddi miklu meira á honum.