Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel
Handrit: Don Bohlinger og Christoph Darnstädt
Tegund myndar: Drama/Thriller
Tagline: Ert þú nógu sterk(ur)
Land: Þýskaland
Lengd: 120 mín
Aðalhlutverk: Moritz Bleibtreu, Christian Berkel, Justus von Dohnanyi og hellingur af fleira fólki.


Þessi þrælmagnaða þýska mynd er byggð á tilraun sem var gerð í Stanford í Bandaríkjunum árið 1971.
Das Experiment fjallar um 20 menn sem bjóða sig fram til þátttöku í tilraun sem áað líkja eftir lífi í fangelsi. Það er allskonar menn að finna í þessum hóp t.d eiganda sjoppu, leigubílstjóra og Elvis eftirhermu.
Að mestum hluta er fylgst með Tarek Fahd(Moritz Bleibtreu)eða fanga nr. 77 og hvernig hann spjarar sig. Þessi tilraun byrjar á rólegu nótunum þar sem allt fer að óskum en seinna meir fer Tarek að ögra fangavörðunum og þá fara verðirnir að misnota vald sitt og náttúrulega verður fjandinn laus.
Allir leikararnir standa sig vel og var mjög gaman að fylgjast með togstreitunni á milli Tarek og Berus (Justus von Dohnanyi) sem var einn af fangavörðunum, svo má hrósa Christian Berkel sem lék Steinhoff eða fanga nr. 38.

****1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.