Ég hef verið að skoða þetta soldið með digital myndavélar. Sjálfur er ég að taka á EOS 500 (35mm) og finnst það bara nokkuð magnað. En tæknin er að hellast yfir okkur og maður er ekki maður með mönnum nema eiga digital vél. Ég hef verið að skoða D60 frá Canon og ég held að það sé með þeim vélum sem heilla mig mest. Með um 6.3 megapixels og það er svona allt í lagi. Ef það er einhver hérna sem á eitt svoleiðis stikki væri gaman að vita hvað hún er lengi að taka myndir, (hvað er hún lengi að hugsa ?) einnig að vita hvað fólki finnst um þessa vél. Er hún ekkert sniðug eða er þetta í lagi gripur. Það sem ég er að hugsa um að nota þetta i er aðallega á netið og svo einnig til að geta stækkar upp í sirka A3, hefur einhver reynslu af því ? Einnig ef einhver veit hvenær nýja D1 á að koma og hvort það séu fleirri týpur á leiðinni - ný D60 ?

Ef einhver er að selja D60 má skoða það mál !