Nýtt þorskastríð Aðal auðlind þessarar þjóðar er fiskurinn í sjónum, við sem stóðum í þorskastríðum þessa lands gerðum það ekki til þess að örfáir erfingjar auðæfa fengju meira, heldur til þess að þjóðin ætti trygga framtíð.
Mér blöskraði því þegar þessari baráttu var stolið af leppum útgerðarmanna og auðurinn gefin útvöldum, en það þýðir ekkert að gráta sokkið skip. það verður einfaldlega að smíða annað og herða róðurinn.
Það er komið að enn einu þorskastríðinu, og í þetta skipti borgarastríði með tal og ritmáli, áður en Brussel fær fiskin afhentan. Ef það gengur eftir þá unnum við bara orustur en töpum stríðinu sjálfu.
Fisk innan landhelgi Íslands skal gera upptækan á 10 ára tímabili til að gefa útgerðinni tækifæri á að afskrifa þýfið og aðlagast nýjum tímum.
Fiskin á færa til fólksins í formi einstaklingsbundins inneignarseðils sem tilgreinir hlutdeild í fiskikvóta landsins og gildir í 1 ár frá útgáfu degi, þannig getur eigandi annað hvort selt þessa inneign hæðstbjóðanda á opnum markaði eða veitt sjálfur sinn fisk.
Þessi leið færir þjóðinni aftur eignina sem barist var fyrir með tárum og svita á köldum og blautum dögum skammdegis meðan valdsmenn þessa lands sötruðu kakó við arineld og horfðu á sjónvarp, þakkirnar og skilaboðin sem þeir hafa sent okkur eru skýr, en ég má hundur heita ef ég sætti mig við svikin og stuldin.
Ég hvet alla þá sem þor og dug hafa, til að taka þátt í þessari orustu til að tryggja sigurinn endanlega, þjóðarinnar vegna. Tökum höndum saman og smíðum nýtt skip sem hægt er að nota til sóknar í þeim orustum borgarastríðsins sem fyrir liggja.
Skipið getur verið samtök og eða flokkur manna og kvenna, því fleirri því betra.
Ég er til
Þorsteinn Valur Baldvinsson valli57@hotmail.com og 855-2771