Óréttlæti Íslandi er skipt í kjördæmi. Kjósendur í fámennum kjördæmum hafa meira kjörvægi en þeir í hinum fjölmennu. Þessu var þannig háttað í nafni réttlætis. En það hefur einmitt verið einkennandi skoðun hjá íslenskum stjórnmálamönnum að réttlæti hljóti að felast í því að láta þéttbýlið borga fyrir strjábýlið. Rökin fyrir þessu eru þau, að án hjálpar þéttbýlisins, ætti landsbyggðin ekki framtíð fyrir sér. Með sömu rökum væri hægt að segja að stærri fyrirtæki ættu ganga undir halla þeirra minni ef illa áraði.Þessi stefna nefnist “Byggðastefna”. Eitt af markmiðum byggðastefnunnar er að bæta samgöngur á landsbyggðinni. En á meðan jarðgöng eru ríkisrekin út á landi eru þau einkavædd fyrir höfuðborgarsvæðið. Menn er ferðast um Hvalfjarðargöngin þurfa að borga vegatoll, en fari fólk um jarðgöng annars staðar á landsbyggðinni, þá er það frítt, greitt af ríkinu. Þarna er um augljóst misrétti að ræða. Misréttið felst í því, að um leið og framkvæmd borgar sig þá eru þau einkavædd en ef ekki, þá ríkisrekin. En ríkið er öll þjóðin.