Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hvurslags
hvurslags Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
1.926 stig

Vonlaus húsvörður 2! (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú hafa um tvær vikur liðið frá því að músafárið gekk yfir vistarverur og afkima Þjóðarbókhlöðunnar. Magnús, sem hafði orðið hvað mest fyrir barðinu á músunum, var ekki ein af þeim persónum sem vildu hafa eitthvað fyrir stafni, hans rekistefna í lífinu var að smjúga í gegnum það eins mjúklega og kostur var. Þess vegna varð hann dauðfeginn að losna við mýsnar. Nemendur safnsins sem og starfsfólk gat séð hans bogna bak og signu herðar líða áfram eftir göngunum, annað hvort var hann eitthvað að...

Vonlaus húsvörður! (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Magnús er húsvörður Þjóðarbókhlöðunnar. Hann fer í vinnuna klukkan hálfátta og er fyrsti maðurinn sem mætir í Þjóðarbókhlöðuna hvern dag, en hún opnar klukkan níu. Það sem hann þarf að gera áður en fróðleiksfús ungmenni mega ganga þar um, er m.a. að hleypa vatni á litlu tjörnina sem umlykur húsið, kveikja ljósin sem lýsa það upp, hita kaffi o.s.frv. Yfirleitt er vel gengið um húsið og allt hreint og snyrtilegt, en núna hefur einhver tætt upp agnarsmáa bita úr gólfteppinu einmitt á...

Helvítis borgarbarn! (11 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég skrifaði þetta upphaflega án þess að ákveða hversu langt þetta yrði. Smám saman teygðist úr þessu eftir því sem ég hélt áfram, og mig langar að birta hérna fyrsta kaflann, og brot úr öðrum, og sjá viðbrögð ykkar(ef einhver eru). Hafið það bara í huga að þetta er skrifað sem skáldsaga, ekki smásaga, og þess vegna er söguþráðurinn nokkuð gloppóttur. — 1. kafli Ég ligg í rúminu mínu, þunn eins og venjulega á laugardags- og sunnudagsmorgum, og horfi út um gluggann. Sé óhreina bletti á...

Tvöfaldur veruleiki (5 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég fer út og læsi dyrunum. Bíllyklarnir klingja vinalega við húslykilinn eins og þeir séu að heilsa gömlum kunningja, og um leið og ég innsigla húsið mitt formlega fæ ég ég undarlega tilfinningu fyrir þessu húsi. Þetta er mitt hús, með mínum eigin húsgögnum, eldhúsinnréttingu, dýrðlegu vatnsrúmi og fleiri nútíma þægindum sem ég hef stritað fyrir með mínu eigin holdi og blóði. Þegar ég sest inn í bílinn minn, minn eigin bíl sem ég keypti án nokurra lána, finn ég fyrir sælutilfinningu sem...

Viltu fá innsýn inn í Dnalsí land? (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég skrifaði þetta upprunalega fyrir hrútleiðinlegu síðuna mína, www.hvurslags.blogspot.com, en þar sem enginn vill fara þangað inn langaði mig til að birta þetta einnig hér. — Einu sinni fyrir langa löngu var lítið land sem hét Dnalsí land. Íbúarnir þar voru allir ríkir, glaðir og hamingjusamir(enda trúðu allir á það að ríkidæmi færði þeim hamingju - sem og það gerði). Reyndar voru ekki allir hamingjusamir - sem kom til vegna þess hvað þeir voru fátækari en hinir - þeir nefndust hraðskáld...

Gleðileg Jazzjól! (3 álit)

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Svona til að efla hátíðaskapið, þá ákvað ég að næla mér í nokkur stig til viðbótar. Við stjórnendurnir á jazz óskum öllum jözzurum á landinu nær og fjær gleðilegrar hátíðar og að þið megið hafa það gott á því næsta. Þetta áhugamál á undir högg að sækja og það væri gott ef þið reynduð að standa ykkur aðeins betur við að koma með líflegar umræður hérna um jazz og öllu er tengist því. Gleðileg jól! hvurslags Garsil barrett Siguay

Var Tolkien geimfari? (23 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Loks kveð ég mér hljóðs, eftir langa þögn. Ég hef pælt mikið í lífi Tolkiens, m.a. gatlesið út í gegn ævisögu hans (sem ég man ekki hvað heitir…) og er óður í allt sem ég fæ um hann á netinu. Í þessum textum ber á mörgum smáatriðum sem fæstir taka eftir, en ef maður les milli línanna kemst maður að ýmsu. Ég hef margreynt að útskýra fyrir fólki kenningu mína, en mér til mikillar undrunar hef ég talað fyrir tómum eyrum. Mín kenning (athugið að þetta er aðeins kenning, ekki tilgáta) er sú að...

Nexus biðröðin (29 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja, hérna kemur smá lýsing frá “sjónarvotti”, ég ætlaði upphaflega að kaupa sjálfur miða á þetta, en svo reddaði ég mér boðsmiða á Eurocard forsýningu sem verður aðeins nokkrum dögum síðar, svo ég ákvað frekar að fara á hana. Engu að síður kíkti ég þangað því ég hafði ekkert að gera(próf á morgun og svona…)og varð ekki fyrir vonbrigðum. Það var mögnuð stemning á svæðinu, strax og ég kom þangað um kl. 12 náði biröðin að “Hreysti” líkamsræktarstöðinni(eða er þetta lager…?), og þó var hún...

Who is the leader of China? (7 álit)

í Sorp fyrir 21 árum, 5 mánuðum
HU'S ON FIRST By James Sherman (We take you now to the Oval Office.) George: Condi! Nice to see you. What's happening? Condi: Sir, I have the report here about the new leader of China. George: Great. Lay it on me. Condi: Hu is the new leader of China. George: That's what I want to know. Condi: That's what I'm telling you. George: That's what I'm asking you. Who is the new leader of China? Condi: Yes. George: I mean the fellow's name. Condi: Hu. George: The guy in China. Condi: Hu. George:...

Paparnir (7 álit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Paparnir komu til Íslands á 8. öld, þegar landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þeir voru munkar, sem höfðu helgað líf sitt kynsvalli og öðrum ósóma. Fyrsti papinn sem steig fæti hér á land hét Mingus McFlurry, sem hafði áhuga á endurreisnartímabilinu og safnaði frímerkjum sér til dundurs. Dag nokkurn, er Mingus var á leið sinni sem lá niður Skólavörðustíginn, hitti hann á förnum vegi vin sinn frá fornu fari, Sir Iwant McIntosh. Í eftirdragi hagði hann þræl sinn í bandi. Tóku þeir...

Charlie Parker - sukkeríið heldur áfram! (15 álit)

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Árið 1947 var, sem fyrr segir, Charlie fluttur á Carmarillo geðsjúkrahúsið vegna taugaáfalls. Í apríl sama ár fór hann aftur til New York, laus við heróínfíknina í bili og stofnaði kvintett með trommaranum Max Roach og Miles Davis. Er Charlie Parker var kominn aftur á ról í New York og byrjaður að spila á klúbbum sem endranær fór hann smám saman að taka eftir því að á meðan hann hafði verið í burtu hafði fólk byrjað að líta á hann sem goðsögn í lifanda lífi og voru margir farnir að herma...

Um fyrirmyndir (33 álit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mönnum hefur verið tíðrætt um hversu skaðlegar nútíma poppfyrirmyndir séu fyrir unglinga og ungt fólk á síðustu áratugum. Vísindamenn hafa komið með þær tilgátur að öll þessi síbylja sem dynur á ungu fólki nú til dags eigi eftir að hafa miklar afleiðingar, hvort sem þær verða af hinu illa eða ekki. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af þessu, læt öll tónlistarmyndbönd, poppútvarpsstöðvar og auglýsingar á götum úti sem vind um eyru þjóta. Allir hafa sín sársaukamörk, hvort sem það er fyrir...

Látum ekki áhugamálið lognast út af!! (8 álit)

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja góða jazz fólk til sjávar og sveita. Þetta greinarkorn sem ég sendi inn er fyrir löngu orðið tímabært að líta dagsins ljós. Á forsíðu þessa áhugamáls er enn þá grein sem var send inn í ágúst, sem er allt of langt síðan. Hugarar lofuðu öllu fögru um virkni þessa áhugamáls yrði því komið á fót. Svo virðist samt sem áður að þetta áhugamál eigi eftir að hverfa inn í fjöldann rétt eins og flest áhugamálin á hugi.is, ef ekkert verður að gert. Ég vil koma hrósi til þeirra sem eru ofarlega á...

Persaveldi (17 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Kýros konungur Persar voru upphaflega ómenntuð bændaþjóð sem bjuggu í fjalllendi austan við Persaflóa. Kýrus var konungur þeirra, sem laut þó yfirráðum Medakonungs sem þá réði ríkjum og gerði íbúunum lífið leitt. Þá gerðist það sem engan óraði fyrir; Kýros konungur(eins og hann er stundum kallaður) braust til valda í Medu, gerði uppreisn 550 f.Kr, og skömmu seinna Lýdíu, sem Krösus hafði stjórnað.Með mildi sinni og góðmennsku sló Kýrus í gegn, og brátt réði hann yfir allri Vestur-Asíu.Hann...

Fröken Braun (4 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fröken Braun stóð upp frá borðinu og fékk sér annan tebolla. “Prýðis veður í dag, ekki satt Sir Alfreð?” sagði hún með kaldhæðnislegum þjósti í röddinni og leit út yfir herragarðinn. Farið var að húma að þótt klukkan væri ekki nema rétt rúmlega gengin 5. Sir Alfreð var í þungu skapi þennan dag. Fröken Braun hafði einsetið sér að koma Arthúri litla í tónlistarskólann, sem var þvert á vilja hans. Sir Alfreð hafði alla tíð ætlast til að hann yrði verkfræðingur, og fetaði þar með í fótspor föður...

Fröken Braun (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fröken Braun stóð upp frá borðinu og fékk sér annan tebolla. “Prýðis veður í dag, ekki satt Sir Alfreð?” sagði hún með kaldhæðnislegum þjósti í röddinni og leit út yfir herragarðinn. Farið var að húma að þótt klukkan væri ekki nema rétt rúmlega gengin 5. Sir Alfreð var í þungu skapi þennan dag. Fröken Braun hafði einsetið sér að koma Arthúri litla í tónlistarskólann, sem var þvert á vilja hans. Sir Alfreð hafði alla tíð ætlast til að hann yrði verkfræðingur, og fetaði þar með í fótspor föður...

Dnalsí land - hvernig vegnaði LR í þjóðfélaginu? (7 álit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Lesið fyrst grein Gabblers- Tvöfaldur sannleikur áður en þið ráðist á þessa. _____________________________________________________ Einu sinni fyrir langa löngu var lítið land sem hét Dnalsí land. Íbúarnir þar voru allir ríkir, glaðir og hamingjusamir(enda trúðu allir á það að ríkidæmi færði þeim hamingju - sem og það gerði). Reyndar voru ekki allir hamingjusamir - sem kom til vegna þess hvað þeir voru fátækari en hinir - þeir nefndust hraðskáld eða öryrkjar vegna þess hvað þeir yrktu ört....

Hin myrka tunga (13 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Því miður get ég ekki notað feitletraða stafi, eða litaða stafi, né ráðið miklu um línibil og fyrirsagnir(hugi mætti fara að taka það inn), en þið getið bráðum skoðað þessa grein eins og hún á að vera á síðunni okkar aragorns, sem fer vonandi bráðum í loftið. —————————————— ———- Hin myrka tunga Formáli Hvenær gerist það að höfundur tungumáls líkar ekki við sköpunarverk sitt? Í þessu tilviki gæti það hafa gerst vegna innlifunar í verk sín. A.m.k. mín skoðun. Í greininni hefur þetta tungumál...

2-5-1 og jazzáhugamál! (19 álit)

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja, loksins er þetta áhugamál komið inn. Enda orðinn tími til :) Í þessari fyrstu grein áhugamálsins ætla ég að fjalla um hljómasambandið 2-5-1, sem er algengasta hljómasambandið í jazzinum og reyndar allri tónlist. Fyrir þá sem kunna ekkert í tónfræði gagnast þessi grein mjög lítið, en fyrir hina sem eru að læra jazz á eitthvert hljóðfæri skiljið Þið vonandi hvað ég tala um. Ef við tökum 2-5-1 sambandið í c-dúr, þá eru nóturnar númeraðar í röð; C-hljómur er (1), D-hljómur er (2), E er (3)...

"Álfíska", uppl. um tungumál, og kombakk hjá mér! (14 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Halló! Tungumálaspekingurinn hvurslags grípur inn í áhugamálið eftir of langa hvíld! Þetta átti upprunalega að vera svar við korkinum “Er ekki eitthvað að ?!?!?” og “álfísku” korkunum þeirra Amons og Amesu. Quenya er miklu eldra en 60 ára. Hún er þvert á móti jafngömul LotR eða Hobbitanum, Heimildir hafa fundist allt aftur að árinu 1916, þá gældi hann við tungumál sem hann nefndi Qenya, sem er náskylt Quenya og telst eiginlega sem sama málið. Og “Álfíska”, eða “álfska”(jafnvel álfneska), er...

Sameiginlegur reiðtúr (23 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja kæra hestafólk. Bara að hafa þetta skýrt og skorinort: Mér dat í hug ef við gætum öll farið á hestbak einn daginn, hittast einhversstaðar og fara eitthvert. Tímaákvarðanir verða áætlaðar hérna fyrir neðan. Tillaga: Næsta sunnudag kl. 2, ættum við öll að hittast fyrir framan reiðhöllina í Víðidal. Síðan verður riðið uppá Hólmsheiði, fram hjá Mormónakirjunni og stoppum einfaldlega þar sem við viljum. Við gætum tekið með nesti fyrir okkur, playstationtölvur fyrir þá sem geta ekki slitið...

Gollrir (30 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Innskot höfundar: Þessa grein skrifaði ég fyrst á tilvonandi heimasíðu okkar Aragorns, en löngum mín í stig var svo sterk að ég varð að birta hana hér. Kallið mig stigahóru, en þetta er engin stigahórugrein! :) (Síðan okkar verður stútfull af skrifuðu efni eftir okkur, þungamiðjan er innihald en eki útlit.) ________________________________________________________________________ Gollrir Þessi persóna er flestum hugleikin. Mikið hefur verið skrifað um hann, svo það verður erfitt fyrir mig að...

Horn - enda ég í núlli? (50 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ætlaði að senda þetta inn sem mynd, en það brást eitthvað vegna fatlaðs kerfis í huga. Svo náði hún að renna inn, en greyið Ritstjóri hafnaði henni afþví það var of langur texti! Í upphafi var hún miklu stærri(teiknuð gróflega í flash þar sem stærð myndanna skiptir engu máli) Hérna höfum við mynd sem er kannski meira stærðfræðileg heldur en heimspekileg, en ég kaus að senda hana inn hérna bæði afþví að það er ekki til stærðfræðiáhugamál, og hérna fara fram miklu skemmtilegri umræður en á...

Eru, forndægrin, Starwars samanburður o.fl. (38 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja, önnur pæling frá málfræðimeistaranum.(Ég veit, ég er með mikið egó, en hverjum er ekki sama?) Hér á eftir koma ýmis atriði um Tolkien(eða heiminn sem hann skóp) sem eru lausar hugdettur úr daglega lífinu sem maður gleymir að skrifa niður. Þótt að ég hafi eiginlega eingöngu skrifað um málfræðipælingar og þurrar staðreyndir, þá koma við og við skemmtilegar og vel kryddaðar pælingar inná milli. Hvernig eru Tolkien aðdáendur miðað við aðra “nörda” í svipuðum áhugamálum, s.s. StarWars? Ja,...

Já, við eigum öll okkar nöfn á Quenya! (26 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mér datt í hug að senda inn greinarstubb þegar ég var að lesa í einu blaðinu af Tyalië Tyelelliéva (sem er blað sem fjallar um tungumál Tolkiens, eitthvað sem nördaskapurinn í mér fúlsar ekki við) og rakst þar á heldur áhugavert efni. Greinin fjallaði um aðferð til að finna út nöfnin okkar á Quenya. Rétt eins og hjá venjulegum þjóðum, þá eiga þær sér öll nöfn. Þau eru langflest ævaforn og sprottin uppúr því þegar fólk fékk viðurnefni(mikið um þetta í íslendingasögunum, t.d. Gísli...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok