Jæja góða jazz fólk til sjávar og sveita. Þetta greinarkorn sem ég sendi inn er fyrir löngu orðið tímabært að líta dagsins ljós.

Á forsíðu þessa áhugamáls er enn þá grein sem var send inn í ágúst, sem er allt of langt síðan. Hugarar lofuðu öllu fögru um virkni þessa áhugamáls yrði því komið á fót. Svo virðist samt sem áður að þetta áhugamál eigi eftir að hverfa inn í fjöldann rétt eins og flest áhugamálin á hugi.is, ef ekkert verður að gert. Ég vil koma hrósi til þeirra sem eru ofarlega á ofurhugalistanum og hafa að minnsta kosti reynt að bjarga þessu áhugamáli frá glötun(sbr. mp3-midi áhugamálinu sem var lokað á dögunum).

Hugi.is er það stórt vefsetur að nægur áhugi er til staðar til að rífa þetta áhugamál upp úr gröfinni, og prýðis pennar leynast hérna inn á milli, það þarf bara aðeins að gefa þeim pínu dangl í rassinn. Við megum ekki horfa upp á jazz áhugamálið grotna niður og verða að engu vegna manneklu.
Sjálfur var ég langt kominn með grein um Louis Armstrong, en allt í einu ákvað tölvan mín að vera sniðug og eyða henni bara sisvona. Sem þýðir það að ég þarf að byrja aftur á henni upp á nýtt næst þegar ég hef tíma(sem er því miður mjög sjaldan).

Rífum upp Jazz áhugamálið og byrjum aftur að senda inn greinar með sömu tíðni og var þegar þetta áhugamál var opnað! Lifi Jazzinn!!!

Takk fyrir
hvurslags.



(afsakið stafsetningarvillurnar ef einhverjar eru, ég hafði ekki tíma til að fara vel yfir greinina.)