Jæja, loksins er þetta áhugamál komið inn. Enda orðinn tími til :)

Í þessari fyrstu grein áhugamálsins ætla ég að fjalla um hljómasambandið 2-5-1, sem er algengasta hljómasambandið í jazzinum og reyndar allri tónlist.
Fyrir þá sem kunna ekkert í tónfræði gagnast þessi grein mjög lítið, en fyrir hina sem eru að læra jazz á eitthvert hljóðfæri skiljið Þið vonandi hvað ég tala um.

Ef við tökum 2-5-1 sambandið í c-dúr, þá eru nóturnar númeraðar í röð; C-hljómur er (1), D-hljómur er (2), E er (3) o.s.fr.

D-moll7(2) | G-dúr(5) | C-maj7(1)

Þetta er í rauninni málið. Mjög mörg djasslög enda á þessum hljómum. Auðvelt er að spila þetta á píanó, gítar og bassa, það er bara ákveðin einföld formúla sem er notuð, sem virkar eins í öllum tóntegundum.

Nokkur afbrigði eru af 2-5-1, þ.á.m. 3-6-2-5-1, sem ætti einnig að hljóma kunnuglega í tónlist. Það þarf heldur ekkert endilega að mera maj7 í (1), eða moll hljómur í (2), heldur má það vera nokkurnveginn hvað sem er.

Svo er eitt atriði varðandi admin, þar sem ég er á Jazz-braut í FÍH, býð ég mig fram sem admin. Ég er nokkuð viss um að barrett sé líka áhugasamur um þá stöðu :)

Annars, verið virk á áhugamálinu og látum það ekki deyja drottni sínum eftir nokkrar vikur eins og þróunin er sumsstaðar.

Lifið heil
hvurslags