Mér datt í hug að senda inn greinarstubb þegar ég var að lesa í einu blaðinu af Tyalië Tyelelliéva (sem er blað sem fjallar um tungumál Tolkiens, eitthvað sem nördaskapurinn í mér fúlsar ekki við) og rakst þar á heldur áhugavert efni. Greinin fjallaði um aðferð til að finna út nöfnin okkar á Quenya.

Rétt eins og hjá venjulegum þjóðum, þá eiga þær sér öll nöfn. Þau eru langflest ævaforn og sprottin uppúr því þegar fólk fékk viðurnefni(mikið um þetta í íslendingasögunum, t.d. Gísli Þorbjörnsson sem fékk viðurnefnið súr eftir pabba sínum sem bjargaði sér og sinni fjölskyldu frá eldsvoða með sýru).
Svo urðu til viðurnefni sem pössuðu við sífellt fleiri manneskjur, og að lokum varð til þetta nafnakerfi sem við þekkjum öll í dag. Reyndar er svolítið tyrfið að skilgreina þau eftir merkingu.
Að sjálfsögðu gerði Tolkien ráð fyrir þessu. <b>Túrinn Turambar</b>(The master of Doom, hefur sjálfsagt þróast yfir í eitthvað nafn seinna meir), <b>Aldarion</b>, o.s.fr. Þegar þessar persónur ríktu uppi, voru öll nöfnin mjög auðskilin. En á tíma Hringastríðsins, eru nöfn eins og Galdor, Aragorn og fleiri sem er ekki eins auðvelt að rekja upprunann til.
En hvernig bjó Tolkien nöfnin til? Kannski með því að taka auðskilið orð eins og Turambar, og breyta því, láta það þróast smámsaman í gegnum aldirnar(og myndi að sjálfsögðu breyta því eftir málfræðireglunum sem hann hafði gert sér) og að lokum komið með Tirimbi eða e-ð slíkt.

Nafnið mitt, Kristján þýðir kannski ekki neitt nú til dags, en til forna hefur það að öllum líkindum merkt hinn kristni.
Í Quenya er að sjálfsögðu ekkert orð yfir kristinn, en það orð sem kemur næst því er trúaður, eða <b>voronda</b>.
Já, en nægir þetta? Nei aldeilis ekki, því það þarf endinguna á “Nafnorðarendinguna”, sem segir hvað hluturinn sé.
Allir kannast við orðið Sauron. Eins og ég hef eflaust skrifað hérna einhverntímann, þá er það nafn komið af lýsingarorðinu <b>saura</b>, sem þýðir asni, eðtthvað sem óþefjan stafar af eða e-ð í þá áttina.
Þegar “<b>on</b>” er bætt aftaná, þýðir það “sá sem er illa lyktandi asni”. Semsagt Sauron.
Einnig var til konungur á Númenor sem hét <b>Tar-Aldarion.</b> Þarna sér maður einnig <b>on</b> aftan við Aldar, sem þýðir tré(í fleirtölu, þessi maður elskaði tré og náttúru). Síðasta sérhljóðanum, stafnum eða atkvæðinu virðist vera sleppt, og ef við gerum þetta við <b>voronda</b>, kemur þá út <b>Vorondon</b>.
Ekki svo slæmt, ha?

En “<b>on</b>” endingin virðist einungis eiga við um karlanöfn. Þegar ég var að lesa í Unfinished Tales um daginn, rakst ég á ýmis nöfn á Quenya þegar farið var yfir ættartölur konungana á Númenor, og eitt þeirra var <b>Tar-Ancalimë</b>. Hún var drottning sem ríkti í 205 ár, og dó árið 1285 á 2.heimsöld. Þarna höfum við lýsingarorðið <b>calima</b>, sem þýðir bjartur,(“<b>an</b>” er bætt fyrir framan svo þetta þýðir í raun “sú bjartasta”) og svo kemur þetta blessaða <b>ë</b> fyrir aftan. Einnig er önnur drottning sem heitir <b>Tar-Vanimeldë</b> sem hefur þetta <b>ë</b> aftast í nafninu. Seinna meir í ættartölunum kemur konungur sem heitir <b>Tar-Ancalimon</b> sem ríkti í 140 ár og dó árið 2386. Hérna endar þetta á <b>on</b>, sem sannar regluna. Þannig að þið konur sem ætlið að finna út ykkar nöfn, gerið ráð fyrir þessu!

Takk fyrir lesturinn(ef þið hafið ekki hlaupið yfir hann og lent hérna neðst…)
Hvurslags.