Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hvurslags
hvurslags Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
1.926 stig

Síðasta spurningin eftir Isaac Asimov (7 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hér birtist þýðing mín á The Last Question eftir Isaac Asimov. Sú smásaga er oft talin vera sú besta eftir hann - hún fjallar um tilvist alls mannkynsins, framtíð þess og örlög. Þessi saga hefur eitthvert erindi við hvern og einn íbúa jarðarinnar. Þar að auki skuluð ekki lesa endinn fyrst. Byrjið frekar á byrjuninni. — Síðasta spurningin var borin upp í fyrsta skiptið, í nokkurs konar hálfkæringi, þann 21. maí árið 2061, á þeim tíma þegar mannkynið gekk í gegnum raunverulega upplýsingu. Sú...

Gleraugun (2 álit)

í Smásögur fyrir 14 árum, 12 mánuðum
Eldgömul saga sem ég hef einhverra hluta vegna sleppt að senda hingað inn. Veskú. — Þegar maður er barn skiptir maður tímanum í fimm mínútna einingar. Börn eru oft sögð bestu orðasmiðirnir og þess vegna skulum við kalla þessar einingar því nafni sem litli frændi minn bjó til, klukkumínúta. Það eru því tólf klukkumínútur í einum klukkutíma og heill sólarhringur er því hvorki meira né minna en 288 klukkumínútur. Það er erfið tala fyrir lítinn krakka að skilja og þess vegna hugsar litli frændi...

Styttan (2 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
“Hvernig væri nú ef þú hertir bara upp hugann og segðir þá kannski hæ í næsta tíma? Hann er nú draumatengdasonurinn, og það hefurðu frá fleirum en mér.” Stóra systir mín herti sig við uppvaskið og lét stóra pottinn glamra við vaskinn. “Kláraðu nú kaffið þitt svo ég geti þvegið bollann í leiðinni. Bíddu bara þangað til þú flytur út einhvern tímann, þá skaltu vera búin að kaupa þér uppþvottavél.” “Hann veit ábyggilega ekki einu sinni hvað ég heiti,” sagði ég og tók síðasta sopann, “á...

Stúlkan - smásaga í lit (9 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þeir sem þekktu Harald Garðarsson vissu að það stóð Jón Garðarsson utan á dyrabjöllunni hans. Hann bjó einn á annarri hæð við Lokastíg í grænu, fallegu húsi og þegar sá sjaldgæfi atburður gerðist að einhver dinglaði hjá honum sem hann þekkti ekki skipti það ekki máli þótt hið raunverulega nafn hans stæði ekki á bjöllunni. Stundum spurðu vinir hans Harald að þessu, oftar í gríni heldur en í alvöru, og Haraldur svaraði á móti að ástæðan fyrir því að það væri svona góður andi í húsinu væri því...

Danska aðferðin (7 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
,,Þú verður þá bara að taka þessa pappíra til baka,” sagði ég við Chang og þurrkaði lítinn svitadropa af enninu. “Ef þessir asnar niðri á stöð vilja að við séum einhverjar barnapíur fyrir glæponana hafa þeir rangt fyrir sér.” Það var óskaplega heitt. Ég leit út um eina gluggann á skrifstofunni sem við Chang deildum og sá kyrralífsmynd af limgerðinu og trjánum sem stóðu við Xue Han götuna. Það bærðist ekki eitt einasta lauf og það átti eftir að hitna með deginum. Chang stóð upp, dæsti og gekk...

Þýðing mín á On Guard (5 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hér kemur íslensk þýðing á sögunni On Guard eftir Evelyn Waugh. Hún er stórskemmtileg saga eftir stórskemmtilegan höfund og reyndi ég eftir fremsta megni að fanga hnyttni og orðfærni höfundarins. Allar villur sem gætu leynst í textanum vil ég biðja lesendur endilega um að benda mér á. Gjörið þið svo vel. — I. Hið ljósgullna hár sem Millicent Blade hafði var ekki það eina sem hreif svo fjölmarga; hún hafði einnig hrífandi líkamsburði og andlit sem gat breytt um svip á örskotsstundu úr...

Hvurslags lítur í eigin barm (9 álit)

í Tolkien fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sæl verið þið…langt síðan við höfum sést já? Það er satt. Hvað hefur á dagana drifið hjá ykkur upp á síðkastið? Ég er í raun hissa á því að enn skuli ég vera stjórnandi á þessu áhugamáli. Ég heyrði einhvern tímann út undan mér að Reykdal hefði gert heljarinnar rassíu hér um daginn og hent öllum stjórnendunum út sem höfðu ekkert eða lítið fylgst með áhugamálum sínum. Og ég á svo sannarlega heima í þeim hópi, svo ekki sé talað undir rós. Það hefur allt verið sjóðandi vitlaust hjá mér að gera,...

Helgi Hálfdanarson, Völuspá og Tolkien (13 álit)

í Tolkien fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Einhverjir myndu segja að þessi stutta grein tengdist hvað minnst Tolkien sjálfum eða ritverkum hans. Ég tel Völuspá þó tengjast Tolkien það mikið að þessi grein eigi erindi hingað. Þar að auki er tími til kominn að hleypa nýju blóði í frekar steinrunna umræðu um Tolkien. Í Lesbók Morgunblaðsins í dag birtist áhugaverð og þörf grein um Helga Hálfdanarson og bók hans sem inniheldur nýjar kenningar um Völuspá. Fyrir þá sem ekki vita þá er Völuspá eitt Eddukvæðanna og eitt elsta bókmenntaverk...

Hrosshár í strengi og holað innan tré (2 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Eitt sinn var bjó lítill e-strengur í gítar sem ungur námsmaður átti. Námsmaðurinn leigði kvistherbergi undir súð og undi vel við sitt, einkum þegar hann æfði sig á gítarinn milli þess sem hann las heilu kaflana af algebrugreiningu. Þessi e-strengur hafði verið nýsettur í gítarinn og var þess vegna yngsti og jafnframt minnsti meðlimurinn í strengjafjölskyldunni. Hann þjónaði þeim tilgangi að vera hæsti tónninn í gítarnum og fannst það bara ágætt hlutskipti, jafnvel þótt hann öfundaði stundum...

Greinasamkeppni (26 álit)

í Tolkien fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Við Feanor ákváðum að efna til greinasamkeppnar, eftir að hafa séð könnun hjá JDM þar sem fólk tók almennt vel í hugmyndina. Keppnin fer þannig fram að á tímabilinu 14. júlí til 27. júlí (sem gera tvær vikur allt í allt) sendir fólk inn greinar sem á þessu tímabili teljast keppnisbærar. Við hvetjum notendur eindregið til að tjá sig um flestar greinarnar, helst ekki með svörum eins og “góð grein marr”, heldur koma með aðeins nákvæmari gagnrýni. Vel væri til fundið að hafa frumstætt...

Svarti bókaskápurinn (6 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum
Ég hef aldrei verið heppinn með val á bókum. Sumt fólk kaupir bækur eingöngu til þess að láta þær safna ryki upp í skáp. Svo þegar það fær gesti í heimsókn geta þeir dást að myndarlegu bókasafni gestgjafans sem teygir sig hátt upp í rjáfur. Þar má finna hverja merkistitlana á fætur öðrum, allar Íslendingasögurnar, Laxness, ljóðasafn Einars Ben og þar fram eftir götunum. Síðan er til fólk sem virkilega hefur áhuga á bókmenntum og kaupir sér bækur eingöngu til aflestrar. Það er ekki eins...

Teitur og hesturinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jæja, þetta er í þriðja skiptið sem ég sendi hana inn. Vonandi verður henni ekki hafnað í þetta skiptið þar sem Abigel er ekki lengur stjórnandi. — 1. kafli Þetta dýr var gjörsamlega tryllt. Teitur horfði í augun á hestinum sem hafði skyndilega breyst í einhvern forvera sinn með svo ýkt flóttaeðli að það jaðraði við brjálun. “Svooona já, svooona kallinn…róólegur…” Hann mjakaðist hægt og hægt í áttina að hestinum sem var farinn að anda svo ört að andardrátturinn hefði ábyggilega heyrst út...

Uu já, og gleðileg jól. (13 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Maður verður víst að gera eins og á öllum hinum áhugamálunum…..en að sjálfsögðu kemur enginn hingað lengur því allir eru að horfa á Hilmir snýr heim í bíó eða á Tveggja Turna Tal…eða að sökkva sér ofan í Unfinished Tales, er það ekki? ;) Annars óska ég öllum tolkien aðdáendum góðra jóla og gleðilegs nýs árs, og vona að allir hafi fengið eitthvað fínt tengt Tolkien. Passið svo að lesa ekki yfir ykkur.

Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum? (97 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, ég held áfram og áfram að spyrja mig þessarar spurningar. Alltaf þegar einhver ný hljómsveit dúkkar upp, annað hvort á einhverjum litlum tónleikum eða nýr diskur sem maður rekst á í plötubúðum, er sú hljómsveit undantekningarlaust samansett af strákum. Strákar. Þetta karlkyns einræðisvald sem gnæfir yfir öllu og stjórnar í hljómsveitabransanum á Íslandi og raun heiminum öllum með harðri hendi! Ef ske kynni að ein og ein stelpa sé í hljómsveitum er hún nær undantekningarlaust rokkaratýpa...

Ólafur pá (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hér á eftir kemur grein eftir mig um Ólaf pá, mikilvægan hlekk í Laxdælu. Njótið vel. — Ólafur Höskuldsson, kallaður Ólafur pá, var sonur Höskulds Dala-Kollssonar og Melkorku Mýrkjartansdóttur. Höskuldur átti tvo syni með konu sinni Jórunni, þá Þorleik og Bárð. Þegar Höskuldur fór utan á fund við konung þar sem mikil veisluhöld voru hitti hann Gilla hinn gerska sem var kaupmaður mikill. Höskuldur keypti af honum ambátt sem þóttist vera mállaus dýru verði og svaf hjá henni um nóttina. Þá var...

Kannanastífla! (10 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Núna er ég með 16 kannanir í bið, eða til 28. nóvember. Það er alltof mikið. Ef þið ætlið að senda inn könnun athugið þá: 1. Hvort sú könnun hafi ekki birst áður 2. Að hún sé rétt stafsett 3. Að hún fjalli um eitthvað ákveðið efni(s.s. ekki “Morgoth eða Sauron?”, spurning sem þýðir ekki neitt). Næstu tvær-þrjár vikurnar eða svo mun ég eyða ÖLLUM könnunum sem sendar eru inn. Ég verð því miður að gera þetta svo að þær kannanir sem birtast um það leyti sem verið er að sýna RotK fjalli um...

Halldór og krotið á Dómkirkjunni (7 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Verkefni sem ég gerði í íslensku. Ímyndið ykkur nologo ganga í skólann. — Já, það haustaði. Og Halldór vissi það, þar sem hann barðist móti rokinu á leið sinni í skólann. Stöku sinnum fékk hann laufblað í andlitið þar sem vindurinn þyrlaði því í algjöru leyfisleysi framan í hann. Rétt eins og hann væri að hjálpa Halldóri að skýla andlitinu um leið og hann nísti hann með sínum köldu klóm. Austurvöllur var ekki sjón að sjá. Það var eins og árshátíð árstíðanna hefði farið þar fram kvöldið áður....

Jónatan og gamli maðurinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þessa sögu skrifaði ég og Nologo til skiptis. Ég skrifa fyrsta og síðasta hlutann, og Nologo á hlutann í miðjunni. Þetta var smá tilraun til þess að sýna muninn á rithætti tveggja ólíkra höfunda. — Jónatan og gamli maðurinn Smásaga eftir Kristján Hrannar Pálsson og Halldór Berg Harðarson — Það eru margir þræðir sem stjórna lífi manns. Þitt líf ákvarðast af hárfínu neti at afburðum, dauðsföllum, morðum og notkun á getnaðarvörnum. Oft hefuru verið hársbreidd frá dauðanum og það má kalla það...

Um málfræði- og stafsetningarvillur (24 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Í kjölfar mikils fjaðrafoks um nýlega grein sem setti út á málfræðivillur, þá langar mig til þess að gera nýja grein um sama efni, án nokkurra stafsetninga, innsláttar eða málfræðivillna. Greinin missti nokkuð marks vegna þess hversu illa hún var skrifuð. — Það er óþolandi hversu illa skrifandi hugarar eru. Helmingur notenda virðist ekki geta gert stuttan texta eða könnun án þess að hún innihaldi a.m.k. 2-3 villur af einhverju tagi. Mér finnst þetta döpur þróun, sérstaklega í ljósi þess...

Af hverju heitir Jazz Jazz? (21 álit)

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Við erum stödd í New Orleans, vöggu jazzins. Árið er 1887, 31. ágúst, 99 árum áður en Snorlax fæddist. Þá voru ekki komnir farsímar, fartölvur, símaklefar eða lasagne(né bíómyndir) þannig að karlmenn höfðu fátt annað fyrir stafni en að skreppa á svokölluð gleðihús. Til þess að auka glauminn og galsann í portkonuhúsunum voru jazzhljómsveitir látnar leika undir(en á þessum tíma var ekki búið að finna upp jazzinn þannig að jazzhljómsveitirnar hétu bara hljómsveitir). Einhverju sinni átti skækja...

Hljómsveitin Ég (17 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þann fyrsta maí rölti ég og vinur minn um bæinn, ískaldir á puttunum og eyrunum og þræddum kosningaskrifstofurnar til að sníkja kakóbolla og Gajol pakka. Að lokum enduðum við hjá kosningaskrifstofunni hjá Frjálslynda flokkinum þar sem ungir herramenn spókuðu sig um í jakkafötum og einn var með hatt. Þetta voru ekki frambjóðendur, heldur meðlimir í hljómsveitinni Ég sem voru að spila fyrir nokkrar hræður sem hímdu þar fyrir utan. Ég ákvað að bíða aðeins lengur áður en ég færi heim til að...

Sálin er föst í viðjum vanans (1 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mig langar að vita hvort þið skiljið líkingarnar í þessari sögu. Endilega segið mér hvað þið sjáið úr henni. — Andskotinn. Nú hefur ljósperan farið. Merkilegt þó hvað hún hefur dugað í gegnum tíðina. Þessi uppfinning sem þolað hefur tímans tönn stendur sig enn vel. Árangurslaust reyni ég að píra augun í gegnum hana, sjá litla vírinn sem glóir svo skært og svo fallega þegar ýtt er á rofann. Ég ýti á rofann. Klikk, klikk, segir hann. Klikk, klikk…en ekkert gerist. Peran er aðeins ber og nakin,...

Um sorp áhugamálið og Azmodan (8 álit)

í Sorp fyrir 21 árum
Það var ánægjulegt þegar þetta áhugamál var opnað. Titillinn “sorp” vafðist dálítið fyrir manni í fyrstu, en það lagaðist allt þegar maður sá myndina af Geroge Bush í horninu, og jafnframt kubb sem gerður var til að skilgreina þetta áhugamál. Þar stendur orðrétt: “SORP er áhugamál undir skrítnar/fyndnar/áhugaverðar fréttir, tengla og myndir sem ekki eiga sér flokk hér á huga.” (Afsakaðu Azmodan minn að ég skuli vera að copy-pasta þessu hérna, vonandi samþykkiru þó greinina.) Brátt fóru að...

Sveindómsmissir Antikrists(Bílferð) (10 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Þessi saga er hugsuð sem svar á móti sögunni sem tmar sendi inn fyrir hann, ,,Sveindómsmissir Antikrists(Nauðgun)". Ég ætlaði að senda hana í flýti, en netið mitt var bilað svo ég hafði nægan tíma til að betrumbæta hana. Það er öllum smásöguhöfundum hollt að hafa bilaða nettengingu. — Bíllinn rennur áfram, Pabbi hefur sleppt bensíngjöfinni. Við rennum stjórnlaust á Þingvallaveginum og ég veit ekki hvert við erum að fara. Kannski veit það enginn heldur. Mamma vildi alltaf að fjölskyldan væri...

Helvítis borgarbarn - Annar hluti (8 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Ég set fyrsta hlutann einnig hér, því það er svo langt síðan ég birti fyrsta hlutann. Vonandi hafið þið gaman af sögunni. 1. kafli Ég ligg í rúminu mínu, þunn eins og venjulega á laugardags- og sunnudagsmorgum, og horfi út um gluggann. Sé óhreina bletti á körmunum, þunnt ryklag á kistunni og tek eftir því að ég þarf að mála hann. Glugginn minn er eins og sjónvarpsskjár þar sem ég sit og horfi á lífið. Ég er aðeins hjálparvana neytandi sem geri lítið annað en að sinna sínum eigin...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok