Halló! Tungumálaspekingurinn hvurslags grípur inn í áhugamálið eftir of langa hvíld!

Þetta átti upprunalega að vera svar við korkinum “Er ekki eitthvað að ?!?!?” og “álfísku” korkunum þeirra Amons og Amesu.

Quenya er miklu eldra en 60 ára. Hún er þvert á móti jafngömul LotR eða Hobbitanum, Heimildir hafa fundist allt aftur að árinu 1916, þá gældi hann við tungumál sem hann nefndi Qenya, sem er náskylt Quenya og telst eiginlega sem sama málið.

Og “Álfíska”, eða “álfska”(jafnvel álfneska), er EKKI fallegt. Suss! *slæráputta* Hættið að nota það!
Álfamál eða álfatunga er miklu betra!

Finna má greinargóðar upplýsingar um öll mál Tolkiens(svo ég tönslist á þeirri síðu enn og aftur) á <a href=“www.uib.no/people/hnohf”>www.uib.no/people/hnofh</a> (annaðhvort hnohf eða hnofh…), og þeir sem vilja kaupa bækur geta gert það með hjálp kreditkortsins hans pápa gamla á www.amazon.com (uh, er það með zetu eða ekki…?)

Amon og Amesa: Eruð þið systkin eða vinir?

Smá orðsending til þeirra sem huga á nám í tungumáli:
Ég benda ykkur á að það er heilmikið púl að læra Quenya/Sindarin/eitthvað mál Tolkiens. Hugsið ykkur vel um áður en þið byrjið, ef þetta er einhver della/æði/bóla í ykkur, hættið þá við það. Að sjálfsögðu er ég ekki að neyða ykkur, þetta er aðeins ábending. Það er ekkert gaman að lesa í einum hvelli fyrstu 5 æfingarnar á nokkrum dögum, en gleyma þeim svo eftir viku þegar áhuginn dvínar, og annað tekur við!