Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Vandamál í hjarta höfuðborgarinnar.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Geir Jón var með ágætar hugmyndir um til dæmis að gefa fólki aðlögunatíma til þess að ljúka djamminu, og ef til vill væri gamla aðferðin að “ flóðlýsa ” staðina kl. eitthvað ágæt.

Re: Vandamál í hjarta höfuðborgarinnar.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kæri Lynx. Þegar ég labba mér árdegis niður í bæ til þess að kaupa mér hatt til þess að fara með í óperuna um kvöldið, þá mæti ég drukknum manni sem dettur á mig. Ég tek á rás í burtu og stíg á glerbrot af bjórflösku og verð að fara upp á slysadeild og láta sauma saman á mér löppina, og hef hvoru tveggja misst áhugann á óperunni og tapað innbyris sólarhringstímaskyni, því aðal áhyggjur mínar fólust, fyrir þetta atvik, í því að fara niður í hinn “ ógurlega ” miðbæ um kvöldið í óperuna. kveðja.

Re: Vandamál í hjarta höfuðborgarinnar.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já ætli það sé ekki góð hugmynd að reyna að “ rótera ” þessu.

Re: Skiptum þingmönnum út fyrir nýja.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála Ritter, við höfum næga sérfræðíþekkingu hér innan lands til þess að komist til botns í flestum þeim vandamálum er hrjá okkur. Forsendur Hafró, liggja að hluta til á botninum, í frá- köstuðum fiski sem bannað var að koma með að landi, lögum samkvæmt, en Hafró gat ekki reiknað með sem veiddum afla í aflatölum sjómanna, samkvæmt sögusögnum enda slíkt óvísindalegt, og ekki við stofnunina að sakast í því efni.

Re: Munurinn á heilbrigðu stolti og hroka

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kæri Ritter. Ég verð að gera athugasemd við þýðingu þína á setningunni. “The people of the world, owe, a great debt to the British people” Þjóðir heims standa í mikilli þakkarskuld við Breta, eða Bretar verðskulda virðingu, þjóða heims er allsendis ekki hið sama og að “ íbúar heimsins skuldi Bretum mikið. ” Hvað varðar hrokagikkshátt og alhæfingaráráttu, þá virðist slíkt oftar en ekki fylgja skilgreingaráráttunni. kveðja. gmaria

Re: Heilbrigðiskerfið.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Því miður er það svo að þótt við heilbrigða vinnandi fólkið greiðum meginhluta skatta okkar í þetta kerfi, þá er það allsendis ekki gefið að við fáum þá þjónustu sem við þurfum á að halda þegar við þörfnumst hennar, ung eða gömul. Aðstæðum geðsjúkra hér á landi er ekki hægt að hrópa húrra fyrir, né heldur öldruðu fólki á biðlistum sjúkrahúsa, eftir t.d. mjaðmaaðgerðum, sem oftar en ekki eru komnar til af þrælavinnu gegnum tíð og tíma. Svíar ætla að gera tilraun með einkarekstur sjúkrahúsa,...

Re: What I see

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Our life, is like a little dream, we speak out, but we tend to seem, search for worthless things. All the time we run and run, day all long for nothing done. Exept for hurrying. cause life presscript is HURRY. and we dance along.

Re: hundur og köttur

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Taktu til við það að spjalla við hana og spyrja hana af hverju þetta sé, og sjáðu viðbrögðin. Klappaðu henni og taktu eftir því hve gott henni finnst að við hana sé talað á mannamáli.

Re: Að fitna ekki !!

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Elsku vinur! Þú skalt þakka fyrir það að vera ekki of feitur, því það er mun verra. Það er sko allt í lagi með þig, þótt þú sért mjór, því það er betra en að vera of feitur. Vertu í viðum fötum þá ber ekki eins mikið á því að þú sért mjór, en þar sem þú borðar svo vel þá ertu í góðum málum.

Re: Bann á ýmsum fæðubótaefnum.

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Því miður hefur eftirlitsleysið orsakað það í þessum málum að hér hafa alls konar meðul verið talin helga tilganginn. Langvarandi notkun ephedríns, er mjög óholl, því allt eins getur hver verið talinn fíkniefnaneytandi. Tilgangur söluaðila er sala og aftur sala efna þessara hvað svo sem þau heita. Fjöldi íþróttamanna er dæmdur hefur verið frá keppni víða í veröldinni ber þessari eftirlitslausu sölu vitni.

Re: Er Landsvirkjun orðin að skrímsli?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Landsvirkjun hefur að vissu leyti alltaf verið skrímsli hvað það varðar að vera einokunaraðili í uppbyggingu raforkumannvirkja til handa landsmönnum. Við höfum hins vegar notið góðs af landsmenn, og gerum enn, á það ber að líta. Það sem hér skortir er sýn stjórnmálamanna á annað en hráefnavinnslu, s.s. sölu ódýrrar raforku til handa stóriðju. Í mínum huga er Álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun, allt í lagi , en ekki meir. Framtíðin verður að ég held fólgin í því að smávirkjanir bænda...

Re: Trú

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Siðferði okkar sjálfra er m.a. mótað af trú vorri, hvort sem þú trúir á Guð eða Allah, þannig að illa er hægt að tala hér um tvo aðskilda þætti. Siðvenjur mannkyns hafa frá örófi alda mótast af trú þeirra og gera enn. Við erum hvern dag að upplífa kraftaverk, í stóru sem smáu, hvort sem við komum auga á það eða ekki. Ég held að Guð hafi gefið okkur mönnum vitsmunalega hæfileika til þess byggja jörðina og auka vorn hag í stað þess að eyða honum og sóa, á öllum sviðum. Ef maðurinn hefur tekið...

Re: " Ismi "

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í mínum huga hafa flestir þeir er kenna sig við “ isma ” einhvers konar tilhneigingu til þess að ganga út að mörkum öfganna og kanski yfir þau, til þess að teljast til isma. Afleiðing “ rauðsokkuæðisins ” var að hluta til sú að konur, enduðu sem styttur upp á stalli, sem sumum líkaði vel, öðrum ekki, og einhvers konar “ kvendýrkun ” tók við þar sem karlmenn þorðu ekki að andmæla konum, af því þar töluðu konur, og alls konar lagasetning leit dagsins ljós, sem þó ekki þjónaði því meginatriði...

Re: Til hvers voru þá þorskastríðin unnin?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Innilega sammála. Fáir láta sér detta í hug að hugsa um nokkuð annað en eigið nef, í þeim nútíma sem er á góðri leið til baka aftur inn í frumskógarlögmálin, þar sem lærð lögmál milljónasamfélaga hafa verið yfirfærð á 250.000.- manna þjóð og menn talið að myndi virka.

Re: Hvað er þjóðernishyggja?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þú hittir naglann á höfuðið í þessari annars miklu umræðu, um þjóðernishyggju. Satt best að segja finnst mér annars nokkuð einkenna marga umræðu hér ótrúleg skilgreiningarárátta, sem ég velti fyrir mér hvort orðinn er hluti af okkar menntun.

Re: Græða sjómenn á falli krónunar ??

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Því miður er það svo að “ einstefnuhugsuðir ” markaðsumhverfis í sjávárútvegi “ sjá ekki skóginn fyrir trjánum ” frekar en fyrri daginn. Þeir mega nú bera miklar byrðar sem eru þær að GETA EKKI samið um laun við sjómenn, af sjálfsdáðum, og verða þar með að viðurkenna að núverandi útgerðarform er rekið með tapi. Sem aldrei fyrr hefur oss verið færður heim sanninn þess efnis, að útgerðin telur sig eiga inni hjá ríkinu sjálfkrafa aðstoð áframhaldandi líkt og venja var til skamms tíma, en nú...

Re: Trú

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Stjórnmálaflokkkur, sem má nefna “ Framstæða sjálfsóknarflokkinn” sem fengi meirihluta greiddra atkvæða í kosningum, hefur lögverndað umhverfi undir formerkjum lýðræðislegs meirihluta. Þú þarft endilega að reka púkana í burtu með því að biðja bænir kæri vinur. Skoðaðu boðskap sálmaskáldana íslensku gegnum aldirnar, og sjáðu hvernig öld eftir öld er hamrað á notkun sannleikans og virðingarinnar. Vitund okkar um siðgæði, byggist upp frá frumbernsku, þar sem m.a. trú foreldra okkar, í formi...

Re: Spilling!!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst koma fram hjá þér góðir punktar, s.s. varðandi það að einkamál hvers og eins er kynlíf, hvort sem um er að ræða gagnkynhneigða eða samkynhneigða. Sökum þess hefði slík umræða ef til vill ekki átt að vera uppi á borði. Kirkjunnar menn mættu vissulega að ósekju vera samkvæmari sjálfum sér, varðandi það atriði að umbera skilnaði og ný hjónabönd eins og eitthvað sjálfsagt.

Re: Heilbrigðiskerfið.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Algjör einkavæðing mun ekki líta dagsins ljós í nánustu framtíð í þessu kerfi, hins vegar eru afmarkaðir þættir í kerfinu einkavæddir að vissu leyti s.s. einkastofurekstur lækna, (sem því miður gleymdist að skylda til að tryggja sig í rekstrarlegu umhverfi fyrr en um síðustu áramót), en sá rekstur þjónar læknum betur en sjúklingum eins og lækningforstjórinn benti á því ekki fást læknar til starfa á sjúkrahúsin. Mér er ómögulegt að skilja að ekki sé hægt að stýra fjárveitingum með þeim hætti...

Re: Heilbrigðiskerfið.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já þess vegna er mjög nauðsynlegt að benda á þá annmarka er að alemnningi snúa.

Re: Feminismi.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það á engin kona að komast eitthvað lengra einungis af því hún er kona. Mistök Kvennalistans sáluga, voru þau að meina karlmönnum inngöngu. Íþróttahreyfingin skilgreinir sundur drengi og stúlkur frá unga aldri, sem ég tel að ættu að fá að æfa saman keppnisíþróttir, fram undir fermingu að minnsta kosti, þótt keppt væri í flokkum stúlkna og drengja á mótum. Með því móti væri jafnréttishugsjónin uppalin í reynd.

Re: Spilling!!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Við þurfum alltaf að vera þess umkomin að umbera samferðamenn okkar og sýna þeim umburðarlyndi, hvort sem þeir hinir sömu kunna að skera sig úr fjöldanum á einn eða annan hátt, sökum einhvers er finna má í hegðun þeirra og atferli er ekki telst ganga sama veg og allur þorri manna gengur. Við eigum ekki að búa til sérréttindi fyrir þá er skera sig úr einhverra hluta vegna, heldur aðeins að leyfa þeim að njóta sanngirni og réttlætis, sem við viljum jú sjálf njóta.

Re: Feminismi.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þakka þér fyrir ágæta hugleiðingu. Ég hef löngum gagnrýnt “ vælupólítik ” í anda “rauðsokkna ”, sem mér fannst og finnst enn vera sú, “ komið karlmenn og gerið allt fyrir okkur konur ” það vantar bara “ við getum nefnilega ekkert sjálfar ”. Eitt raunverulegt dæmí : “Þið skiptið um dekk þegar springur á bílnum, en samt erum við sjálfstæðir bílstjórar” Konur þurfa að viðurkenna ákveðið ósjálfstæði t.d. aflsmunalega sem fyrirvinna heimilis í störfum sem líkamlegt atgervi þeirra ber ekki, hins...

Re: Trú

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kæri Ingólfur. Það er þín skoðun að hér sé gerð tilraun til þess að gera lítið úr einhverjum. Sá var ekki tilgangur orða minna. Ég fletti upp i Orðskviðum bíblíunnar og fannst þetta eiga nokkuð við umræðu þessa. “ Eins og kol, þarf til glóða, og við til elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur” Ég held mig við þá skoðun mína að trúfrelsi ríki í landinu, þótt við eigum okkur þjóðtrú eins og aðrar þjóðir. Hver fullvaxta maður hefur leyfi til þess að segja sig úr íslensku...

Re: Trú

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Svo vill nú til að trúfrelsi ríkir í landinu, annars fengju söfnuðir eins og Hvítasunnusöfnuðurinn, Krossinn og fl. og fl. að starfa. Þegar á reynir þá finnum við það að kristnir menn hvar sem þeir standa, eru einn maður. Eftir því sem líður á ævina sjáum við það betur og betur, að boðskapur Biblíunnar er lögmál, sem er hollt fyrir okkur mennina að tileinka okkur sem best við getum, því við þurfum ramma um líf vort til orðs og æðis, ellegar fáum við ekki notið þess.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok